
Innlent
Námið í fleiri en einum skóla

Mennta- og fjármálaráðuneyti leggja til, við aðra umræðu um frumvarp til fjárlaga, að fjölgað verði um tíu nema í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og fimmtán við Háskóla Íslands. Þetta er breyting því í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 25 og þeir nemar verði allir í Háskóla Íslands.