Landsvirkjun vill öll vatnsréttindi í ánni 10. nóvember 2006 02:30 Vatnsréttindi við Jökulsá á Dal. Vatnsrétthafar árinnar telja að Landsvirkjun vilji nú fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi hennar, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu. Landsvirkjun hefur, að mati vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal, sett fram nýja kröfu um að fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi við Jökulsá á Dal, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu heldur líka yfirfallsvatnið sem ekkert er nýtt og rennur í farveginum til sjávar og öll vatnsréttindi sem koma neðar í ána. Jón Jónsson hdl. segir þessa kröfu koma vatnsréttarhöfum mjög á óvart. „Við getum ekki sagt til um hver ástæðan fyrir þessari kröfu er en hugsanlega er Landsvirkjun að huga að frekari virkjunum út Jökulsá á Dal. Það verða þó nokkrir virkjunarkostir út ána en þá er þetta mál farið að snúast um allt annað en það ætti að gera,“ segir Jón og telur enga nauðsyn eða tilgang fyrir Landsvirkjun að eiga þessi réttindi. „Þetta verður þeim dýrt því þeir þurfa að leysa til sín meiri réttindi en þeir þurfa. Þetta hefur komið okkur mjög á óvart og við áttum okkur ekki alveg á þessari kröfu,“ segir hann og telur að krafan geti ekki náð fram að ganga með vísan til eignarnámsreglna. Þórður Bogason hdl., lögmaður Landsvirkjunar, mótmælir því að um nýja kröfu sé að ræða. Hann segir að þarna sé bara verið að gefa nánari útskýringar að ósk vatnsréttarhafa. Hann segir að Landsvirkjun telji að ekki sé unnt að framselja hluta orkunýtingarréttindanna vegna farvegar Jökuls-ár á Dal enda gegni þessi farvegur áfram hlutverki fyrir Kárahnjúkavirkjun. Alltaf hafi verið miðað við það. Hann tekur skýrt fram að vatnsréttindi í hliðarám Jöklu neðan stíflu verði alfarið áfram í eigu vatnsréttarhafa. „Það eru engin áform mér vitanlega um virkjanir í Jökulsá á Dal og ég dreg í efa að það sé fýsilegt, bæði af hagkvæmnisástæðum og ekki síður umhverfisástæðum,“ segir hann. Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal höfðu gert kröfu um 60 milljarða króna fyrir vatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar og byggðist sú krafa fyrst og fremst á markaðsverði. Landsvirkjun hefur boðið 150–375 milljónir króna sem samsvarar tekjum vatnsréttarhafa af tíu megawatta smávirkjun. Kárahnjúkavirkjun er 690 megawött. Vatnsréttindamálið er til meðferðar hjá matsnefnd og má búast við að hreyfing komist á það í byrjun næsta árs. Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Landsvirkjun hefur, að mati vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal, sett fram nýja kröfu um að fá til ráðstöfunar öll vatnsréttindi við Jökulsá á Dal, ekki bara vatnið sem nýtt er við Kárahnjúkastíflu heldur líka yfirfallsvatnið sem ekkert er nýtt og rennur í farveginum til sjávar og öll vatnsréttindi sem koma neðar í ána. Jón Jónsson hdl. segir þessa kröfu koma vatnsréttarhöfum mjög á óvart. „Við getum ekki sagt til um hver ástæðan fyrir þessari kröfu er en hugsanlega er Landsvirkjun að huga að frekari virkjunum út Jökulsá á Dal. Það verða þó nokkrir virkjunarkostir út ána en þá er þetta mál farið að snúast um allt annað en það ætti að gera,“ segir Jón og telur enga nauðsyn eða tilgang fyrir Landsvirkjun að eiga þessi réttindi. „Þetta verður þeim dýrt því þeir þurfa að leysa til sín meiri réttindi en þeir þurfa. Þetta hefur komið okkur mjög á óvart og við áttum okkur ekki alveg á þessari kröfu,“ segir hann og telur að krafan geti ekki náð fram að ganga með vísan til eignarnámsreglna. Þórður Bogason hdl., lögmaður Landsvirkjunar, mótmælir því að um nýja kröfu sé að ræða. Hann segir að þarna sé bara verið að gefa nánari útskýringar að ósk vatnsréttarhafa. Hann segir að Landsvirkjun telji að ekki sé unnt að framselja hluta orkunýtingarréttindanna vegna farvegar Jökuls-ár á Dal enda gegni þessi farvegur áfram hlutverki fyrir Kárahnjúkavirkjun. Alltaf hafi verið miðað við það. Hann tekur skýrt fram að vatnsréttindi í hliðarám Jöklu neðan stíflu verði alfarið áfram í eigu vatnsréttarhafa. „Það eru engin áform mér vitanlega um virkjanir í Jökulsá á Dal og ég dreg í efa að það sé fýsilegt, bæði af hagkvæmnisástæðum og ekki síður umhverfisástæðum,“ segir hann. Vatnsréttarhafar við Jökulsá á Dal höfðu gert kröfu um 60 milljarða króna fyrir vatnsréttindin vegna Kárahnjúkavirkjunar og byggðist sú krafa fyrst og fremst á markaðsverði. Landsvirkjun hefur boðið 150–375 milljónir króna sem samsvarar tekjum vatnsréttarhafa af tíu megawatta smávirkjun. Kárahnjúkavirkjun er 690 megawött. Vatnsréttindamálið er til meðferðar hjá matsnefnd og má búast við að hreyfing komist á það í byrjun næsta árs.
Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira