Innflytjendur lýsa áhyggjum og kvíða 14. nóvember 2006 06:30 ALÞJÓÐAHÚS Hér á landi þarf fólk að leggja í langt ferli sé því mismunað á grundvelli uppruna og vilji það ekki una þeirri mismunun, að sögn framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Talsvert hefur verið um að innflytjendur sem búsettir eru hér á landi hafi hringt í Alþjóðahúsið til að lýsa áhyggjum sínum og kvíða vegna þeirrar umræðu um innflytjendamál sem á sér stað nú, að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra þess. „Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu og það hefur áhyggjur af framtíðinni,“ segir Einar. „Þeir sem hafa hringt er fólk sem sest hefur hér að og horfir til búsetu hér til framtíðar. Það veltir fyrir sér hvert stefni með þessari umræðu.“ Einar segir að þeir sem hringt hafi vegna þessa séu frá ýmsum löndum. Þá hafi fólk sem komið hafi í Alþjóðahúsið annarra erinda einnig rætt um áhyggjur sínar vegna innflytjendaumræðunnar. „Þó svo að ekki skynji allir umræðuna, þar sem ekki allir fylgjast með íslenskum fjölmiðlum, þá held ég að langflestir viti um hana og að hún sé rædd í hópi innflytjenda. Þá tel ég að andrúmsloft sé erfiðara á ýmsum vinnustöðum nú en áður, því fólk er svo fljótt til. Ég get ímyndað mér að andúð sé nú sýnilegri inni á vinnustöðum. Þegar fólk sem er áberandi í samfélaginu, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir, tjáir sig opinberlega um ákveðin málefni á einhvern ákveðinn hátt þá finna aðrir ef til vill réttlætingu fyrir ákveðnu viðhorfi sínu og réttlætingu fyrir að gera það ljósara inni á sínu svæði, vegna þess að viðhorfið hefur verið samþykkt í opinberri umræðu. En það er reynsla okkar að það þurfi mikið að ganga á hjá þessu fólki áður en það fer að kvarta.“ Einar bendir á að fólk eigi fárra kosta völ hér á landi, sé því mismunað á grundvelli uppruna. Það þurfi að kæra til lögreglu sem hegningarlagabrot og síðan sé tekin ákvörðun um framhald máls. Þetta sé því miklu lengra og flóknara ferli hér á landi heldur en í löndum Evrópusambandsins og í Noregi. Þar séu til staðar lög sem banni mismunun. Nóg sé að viðkomandi tilkynni mismunun og þá fari rannsókn af stað. „En það er alveg klárt að þessar áhyggjur og jafnvel kvíði hafa áhrif á líðan fólks,“ segir Einar. „Óvissan um framtíðina verður meiri.“ Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Talsvert hefur verið um að innflytjendur sem búsettir eru hér á landi hafi hringt í Alþjóðahúsið til að lýsa áhyggjum sínum og kvíða vegna þeirrar umræðu um innflytjendamál sem á sér stað nú, að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra þess. „Fólk hefur áhyggjur af stöðu sinni í samfélaginu og það hefur áhyggjur af framtíðinni,“ segir Einar. „Þeir sem hafa hringt er fólk sem sest hefur hér að og horfir til búsetu hér til framtíðar. Það veltir fyrir sér hvert stefni með þessari umræðu.“ Einar segir að þeir sem hringt hafi vegna þessa séu frá ýmsum löndum. Þá hafi fólk sem komið hafi í Alþjóðahúsið annarra erinda einnig rætt um áhyggjur sínar vegna innflytjendaumræðunnar. „Þó svo að ekki skynji allir umræðuna, þar sem ekki allir fylgjast með íslenskum fjölmiðlum, þá held ég að langflestir viti um hana og að hún sé rædd í hópi innflytjenda. Þá tel ég að andrúmsloft sé erfiðara á ýmsum vinnustöðum nú en áður, því fólk er svo fljótt til. Ég get ímyndað mér að andúð sé nú sýnilegri inni á vinnustöðum. Þegar fólk sem er áberandi í samfélaginu, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir, tjáir sig opinberlega um ákveðin málefni á einhvern ákveðinn hátt þá finna aðrir ef til vill réttlætingu fyrir ákveðnu viðhorfi sínu og réttlætingu fyrir að gera það ljósara inni á sínu svæði, vegna þess að viðhorfið hefur verið samþykkt í opinberri umræðu. En það er reynsla okkar að það þurfi mikið að ganga á hjá þessu fólki áður en það fer að kvarta.“ Einar bendir á að fólk eigi fárra kosta völ hér á landi, sé því mismunað á grundvelli uppruna. Það þurfi að kæra til lögreglu sem hegningarlagabrot og síðan sé tekin ákvörðun um framhald máls. Þetta sé því miklu lengra og flóknara ferli hér á landi heldur en í löndum Evrópusambandsins og í Noregi. Þar séu til staðar lög sem banni mismunun. Nóg sé að viðkomandi tilkynni mismunun og þá fari rannsókn af stað. „En það er alveg klárt að þessar áhyggjur og jafnvel kvíði hafa áhrif á líðan fólks,“ segir Einar. „Óvissan um framtíðina verður meiri.“
Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira