Blóðugar hendur 14. nóvember 2006 05:00 Hægrimenn á Íslandi, hvort heldur í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Samfylkingu, hafa löngum legið flatir fyrir bandarískum stjórnvöldum og þjónað þeim jafnt til góðra sem vondra verka. Bandaríkjunum var leyft að hafa hér herstöðvar meðan þeim þóknaðist og logið að þjóðinni að það væri greiði og gustukarverk fyrir Íslendinga, til að tryggja öryggi okkar. Þegar kanahernum þóknaðist loks að pakka niður og hypja sig fólu dindlarnir í ríkisstjórninni þeim eftir sem áður sjálfdæmi um að gæta öryggis þjóðarinnar. Sjálfsagt felst í því leyfi til að njósna um íslenska borgara, eftirleiðis sem hingað til, með aðstoð íslenskra dindilmenna. Versta óhæfuverkið hin síðari ár var að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Það var gert í blóra við íslensku þjóðina og ekki hlustað á ótal viðvaranir. Innrásin var í trássi við alþjóðalög, Sameinuðu þjóðirnar og heilbrigða skynsemi. Allflestir sáu hvílíkt feigðarflan þetta var og efasemdirnar náðu langt inn í hægri klíkurnar. Fljótlega kom t.d. í ljós að hættan sem umheiminum átti að stafa af kjarnavopnum harðstjórans Saddam Hussein var helber lygi, eða í besta falli misskilningur. En Davíð og Halldór fóru sínu fram vel studdir af Morgunblaðinu. Öryggishagsmunum og heiðri íslensku þjóðarinnar var fórnað. Nú vilja fæstir þá Lilju kveðið hafa sem innrásin í Írak er. Ríkisstjórnir, þingflokkar og þingmenn víða um heim snúa baki við Bush og Blair eftir því sem óöldin í Írak magnast og minnir æ meir á hörmungarnar í Víetnam fyrir fjórum áratugum. En hvorki Davíð né Halldór viðurkenna mistök sín og er ólíklegt að afsökunarbeiðni þeirra berist úr þessu. Báðir hafa þeir hlotið feit embætti og sitja þar óáreittir meðan hundruð manna týna lífi dag hvern og milljónir þjást fyrir þeirra tilstuðlan. Það má kalla það tilræði við norræna samvinnu að senda Halldór til Kaupmannahafnar með óþvegnar, blóðugar hendur. Vinsti hreyfingin - grænt framboð er eini flokkurinn sem berst heill fyrir sjálfstæðri, friðsamlegri utanríkisstefnu Íslands og hefur hafnað stuðningi við stríðsrekstur Bandaríkjanna og Bretlands í Írak og Afganistan alla tíð. Nú er það verkefni allra friðelskandi Íslendinga að gera veg VG sem mestan í alþingiskosningunum í vor svo hægt verði að koma íslenskri utanríkisstefnu aftur á réttan kjöl. Eflum VG í vor! Þorvaldur Örn Árnason er formaður VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hægrimenn á Íslandi, hvort heldur í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Samfylkingu, hafa löngum legið flatir fyrir bandarískum stjórnvöldum og þjónað þeim jafnt til góðra sem vondra verka. Bandaríkjunum var leyft að hafa hér herstöðvar meðan þeim þóknaðist og logið að þjóðinni að það væri greiði og gustukarverk fyrir Íslendinga, til að tryggja öryggi okkar. Þegar kanahernum þóknaðist loks að pakka niður og hypja sig fólu dindlarnir í ríkisstjórninni þeim eftir sem áður sjálfdæmi um að gæta öryggis þjóðarinnar. Sjálfsagt felst í því leyfi til að njósna um íslenska borgara, eftirleiðis sem hingað til, með aðstoð íslenskra dindilmenna. Versta óhæfuverkið hin síðari ár var að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Það var gert í blóra við íslensku þjóðina og ekki hlustað á ótal viðvaranir. Innrásin var í trássi við alþjóðalög, Sameinuðu þjóðirnar og heilbrigða skynsemi. Allflestir sáu hvílíkt feigðarflan þetta var og efasemdirnar náðu langt inn í hægri klíkurnar. Fljótlega kom t.d. í ljós að hættan sem umheiminum átti að stafa af kjarnavopnum harðstjórans Saddam Hussein var helber lygi, eða í besta falli misskilningur. En Davíð og Halldór fóru sínu fram vel studdir af Morgunblaðinu. Öryggishagsmunum og heiðri íslensku þjóðarinnar var fórnað. Nú vilja fæstir þá Lilju kveðið hafa sem innrásin í Írak er. Ríkisstjórnir, þingflokkar og þingmenn víða um heim snúa baki við Bush og Blair eftir því sem óöldin í Írak magnast og minnir æ meir á hörmungarnar í Víetnam fyrir fjórum áratugum. En hvorki Davíð né Halldór viðurkenna mistök sín og er ólíklegt að afsökunarbeiðni þeirra berist úr þessu. Báðir hafa þeir hlotið feit embætti og sitja þar óáreittir meðan hundruð manna týna lífi dag hvern og milljónir þjást fyrir þeirra tilstuðlan. Það má kalla það tilræði við norræna samvinnu að senda Halldór til Kaupmannahafnar með óþvegnar, blóðugar hendur. Vinsti hreyfingin - grænt framboð er eini flokkurinn sem berst heill fyrir sjálfstæðri, friðsamlegri utanríkisstefnu Íslands og hefur hafnað stuðningi við stríðsrekstur Bandaríkjanna og Bretlands í Írak og Afganistan alla tíð. Nú er það verkefni allra friðelskandi Íslendinga að gera veg VG sem mestan í alþingiskosningunum í vor svo hægt verði að koma íslenskri utanríkisstefnu aftur á réttan kjöl. Eflum VG í vor! Þorvaldur Örn Árnason er formaður VG á Suðurnesjum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun