Draumur í dós að fá Sigurð 15. nóvember 2006 00:01 Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. „Þetta er alger draumur í dós að fá Sigga til félagsins,“ sagði Sölvi Geir við Fréttablaðið í gær. „Ég þekki hann mjög vel og hann hefur þjálfað mig áður. Vissulega kom þetta okkur talsvert á óvart enda held ég að í fyrstu hafi hann búist við að taka að sér annars konar þjálfunarstarf innan félagsins. En þeir sem stjórna félaginu hafa örugglega fulla trú á honum og ég hef líka fulla trú á því að hann eigi eftir að standa sig mjög vel.“ Sölvi segir að Sigurður megi búast við allt öðru starfsumhverfi en þekkist hjá íslenskum félögum. „Hlutverk hans nú verður miklu stærra og annað en hingað til. En hann þekkir þetta líka sjálfur frá sínum eigin dögum sem atvinnumaður.“ Hann býst þó ekki við því að fá neina sérmeðferð hjá Sigurði. „Siggi verður ekkert frábrugðinn öðrum þjálfurum okkar nema að því leyti að hann þekkir okkur betur en okkar gömlu þjálfarar. Hann er fyrst og fremst góður þjálfari og fagmaður og mun ekki velja okkur Kára í liðið bara af því að við erum Íslendingar og þekkjum hann. Hann mun stilla upp sínu besta liði hverju sinni.“ Leikmönnum var tilkynnt um ráðningu Sigurðar á æfingu í gær. Sigurður var sjálfur ekki viðstaddur þar sem hann er nú staddur hér á landi. Sölvi segir að leikmenn hefðu spurt sig mikið út í nýja þjálfarann. „Auðvitað er gaman að fá hann til félagsins. Hann er gamall þjálfari okkar og góður vinur.“- esá Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. „Þetta er alger draumur í dós að fá Sigga til félagsins,“ sagði Sölvi Geir við Fréttablaðið í gær. „Ég þekki hann mjög vel og hann hefur þjálfað mig áður. Vissulega kom þetta okkur talsvert á óvart enda held ég að í fyrstu hafi hann búist við að taka að sér annars konar þjálfunarstarf innan félagsins. En þeir sem stjórna félaginu hafa örugglega fulla trú á honum og ég hef líka fulla trú á því að hann eigi eftir að standa sig mjög vel.“ Sölvi segir að Sigurður megi búast við allt öðru starfsumhverfi en þekkist hjá íslenskum félögum. „Hlutverk hans nú verður miklu stærra og annað en hingað til. En hann þekkir þetta líka sjálfur frá sínum eigin dögum sem atvinnumaður.“ Hann býst þó ekki við því að fá neina sérmeðferð hjá Sigurði. „Siggi verður ekkert frábrugðinn öðrum þjálfurum okkar nema að því leyti að hann þekkir okkur betur en okkar gömlu þjálfarar. Hann er fyrst og fremst góður þjálfari og fagmaður og mun ekki velja okkur Kára í liðið bara af því að við erum Íslendingar og þekkjum hann. Hann mun stilla upp sínu besta liði hverju sinni.“ Leikmönnum var tilkynnt um ráðningu Sigurðar á æfingu í gær. Sigurður var sjálfur ekki viðstaddur þar sem hann er nú staddur hér á landi. Sölvi segir að leikmenn hefðu spurt sig mikið út í nýja þjálfarann. „Auðvitað er gaman að fá hann til félagsins. Hann er gamall þjálfari okkar og góður vinur.“- esá
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira