Starfsmenn RÚV óttast réttindamissi 15. nóvember 2006 06:45 Starfsmenn Ríkisútvarpsins óttast réttindamissi verði frumvarp um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi að lögum óbreytt. Starfsmenn hafa lengi reynt að fá svör við því hvernig réttindi þeirra verða tryggð, án þess að fá svör. Starfsmenn segjast vera í algjörri óvissu um réttindamál sín og telja það illa meðferð að fá ekki svör við því hvað fram undan sé. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna sendu Páli Magnússyni útvarpsstjóra í gær. G. Pétur Matthíasson, fréttamaður og trúnaðarmaður starfsmanna RÚV, segir að starfsmenn séu að átta sig á að fram undan séu miklar breytingar. „Fólk sér líka að engin skýr tilmæli eru um það í frumvarpinu hvað tekur við. Það er algjörlega óljóst. Mér finnst að menn eigi að koma hreint fram við starfsmenn sem þeir ætla að ráða hér til starfa á ný.“ Í bréfinu segir að láglaunastefna RÚV hafi gjarnan verið réttlætt með því að opinberir starfsmenn njóti betri réttinda en starfsmenn á almennum markaði og að nú líti út fyrir að þessi réttindi falli niður án bóta eða tryggingar að réttindin haldi sér. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki hafa umboð til að gefa yfirlýsingar um réttindamál starfsmanna fyrir félag sem ekki hefur verið stofnað og segir starfs-anda fyrirtækisins góðan. „En ég skil að fólk velti fyrir sér þessum breytingum. Það er eðlilegt að fólk sé uggandi um sinn hag en ég er sannfærður um að þetta verður leyst á farsælan hátt. Fólk ætti ekki að óttast þessar breytingar heldur frekar fagna þeim tækifærum sem í þeim kunna að felast.“ Spurð um réttindamál starfsmanna Ríkisútvarpsins segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að málið sé til meðferðar hjá menntamálanefnd sem muni fara yfir réttindamál starfsmanna. „Málið mun fá sinn eðlilega framgang en ætlunin er að sjálfsögðu að réttindi starfsmanna Ríkisútvarpsins haldist.“ Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins óttast réttindamissi verði frumvarp um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi að lögum óbreytt. Starfsmenn hafa lengi reynt að fá svör við því hvernig réttindi þeirra verða tryggð, án þess að fá svör. Starfsmenn segjast vera í algjörri óvissu um réttindamál sín og telja það illa meðferð að fá ekki svör við því hvað fram undan sé. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna sendu Páli Magnússyni útvarpsstjóra í gær. G. Pétur Matthíasson, fréttamaður og trúnaðarmaður starfsmanna RÚV, segir að starfsmenn séu að átta sig á að fram undan séu miklar breytingar. „Fólk sér líka að engin skýr tilmæli eru um það í frumvarpinu hvað tekur við. Það er algjörlega óljóst. Mér finnst að menn eigi að koma hreint fram við starfsmenn sem þeir ætla að ráða hér til starfa á ný.“ Í bréfinu segir að láglaunastefna RÚV hafi gjarnan verið réttlætt með því að opinberir starfsmenn njóti betri réttinda en starfsmenn á almennum markaði og að nú líti út fyrir að þessi réttindi falli niður án bóta eða tryggingar að réttindin haldi sér. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki hafa umboð til að gefa yfirlýsingar um réttindamál starfsmanna fyrir félag sem ekki hefur verið stofnað og segir starfs-anda fyrirtækisins góðan. „En ég skil að fólk velti fyrir sér þessum breytingum. Það er eðlilegt að fólk sé uggandi um sinn hag en ég er sannfærður um að þetta verður leyst á farsælan hátt. Fólk ætti ekki að óttast þessar breytingar heldur frekar fagna þeim tækifærum sem í þeim kunna að felast.“ Spurð um réttindamál starfsmanna Ríkisútvarpsins segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að málið sé til meðferðar hjá menntamálanefnd sem muni fara yfir réttindamál starfsmanna. „Málið mun fá sinn eðlilega framgang en ætlunin er að sjálfsögðu að réttindi starfsmanna Ríkisútvarpsins haldist.“
Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira