Vinnutími of langur Björgvin Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2006 05:00 Samkvæmt nýrri Gallupkönnun, sem gerð var fyrir Eflingu og Starfsgreinasambandið, hefur verkafólk áhyggjur af löngum vinnutíma.Vinnutíminn er nú til jafnaðar 51 stund á viku hjá verkafólki og hefur lengst um eina stund frá 1998. Þetta er vissulega mikið áhyggjuefni. Vinnutíminn ætti að styttast en ekki öfugt. Árið 1990 flutti ég tillögu til þingsályktunar á Alþingi um styttingu vinnutíma en ég sat þá um skeið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn. Tillaga mín hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að semja áætlun um almenna styttingu vinnutíma án skerðingar tekna. Skal ráðherra hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um málið.“ Í greinargerð með tillögunni kom fram, að vinnutími hjá ófaglærðu verkafólki væri til jafnaðar 52,7 stundir á viku. Samkvæmt því hefur vinnutíminn sáralítið styst á þeim 16 árum sem liðin eru síðan tillagan var flutt. Þjóðarsátt um styttingu vinnutímaÞað er mikið hagsmunamál fyrir verkafólk að stytta vinnutímann og tryggja það, að verkafólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnu. Vinnutími í raun ætti að mínu mati að vera að hámarki 40 stundir á viku en styttri ef við færum að fordæmi Norðurlanda. Það er sannað mál, að með styttri vinnutíma aukast afköst vinnandi fólks. Langur vinnutími dregur úr afköstum og eykur slysahættu. Stuttur vinnutími er brýnt heilsufarsmál. Ef til vill væri unnt að ná nýrri þjóðarsátt um styttingu vinnutíma án tekjuskerðingar. Það er stórmál. Stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum áratugum fjallað um vinnutíma og leiðir til þess að stytta hann. Árið 1987 skipaði þáverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, nefnd til þess að annast samanburðarkönnun á launum karla og kvenna. Verksvið þeirrar nefndar var síðar víkkað út þannig að nefndin skyldi gera fjölþætta lífskjarakönnun.Í niðurstöðum nefndarinnar kom fram að vinnutími hér væri mjög langur og grunnkaup frekar lágt. Sem fyrr segir hefur vinnutíminn lítið styst síðan. Kaup hefur mjakast upp á við en þó eru kjör lægstlaunuðu verkamanna enn allt of lág og erfitt að lifa sómasamlegu lífi af því. Hinn langi vinnutími hér á landi er mikið vandamál og kemur niður á fjölskyldulífi í landinu. Stytting vinnutímans myndi stórbæta fjölskyldulífið og gera foreldrum kleift að eyða meiri tíma með börnum sínum. Öllum er ljóst að mikil þörf er á því í dag að bæta fjölskyldulífið í landinu. Mikið styttri vinnutími hjá ESBVinnutíminn er mikið styttri hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér og í löndum Evrópusambandsins er vinnutíminn mikið styttri. Meðalvinnutími í löndum ESB er nú 38,6 stundir á viku. Í Noregi er vinnutíminn mikið styttri en hér en þó getur verkafólk lifað sómasamlega af dagvinnulaunum. Yfirvinna þekkist varla. Takmarkið hér á að vera að ná vinnutímanum niður eins og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum og að hækka laun verkafólks til samræmis við það sem þar tíðkast. Björgvin Guðmundsson er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri Gallupkönnun, sem gerð var fyrir Eflingu og Starfsgreinasambandið, hefur verkafólk áhyggjur af löngum vinnutíma.Vinnutíminn er nú til jafnaðar 51 stund á viku hjá verkafólki og hefur lengst um eina stund frá 1998. Þetta er vissulega mikið áhyggjuefni. Vinnutíminn ætti að styttast en ekki öfugt. Árið 1990 flutti ég tillögu til þingsályktunar á Alþingi um styttingu vinnutíma en ég sat þá um skeið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn. Tillaga mín hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að semja áætlun um almenna styttingu vinnutíma án skerðingar tekna. Skal ráðherra hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um málið.“ Í greinargerð með tillögunni kom fram, að vinnutími hjá ófaglærðu verkafólki væri til jafnaðar 52,7 stundir á viku. Samkvæmt því hefur vinnutíminn sáralítið styst á þeim 16 árum sem liðin eru síðan tillagan var flutt. Þjóðarsátt um styttingu vinnutímaÞað er mikið hagsmunamál fyrir verkafólk að stytta vinnutímann og tryggja það, að verkafólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnu. Vinnutími í raun ætti að mínu mati að vera að hámarki 40 stundir á viku en styttri ef við færum að fordæmi Norðurlanda. Það er sannað mál, að með styttri vinnutíma aukast afköst vinnandi fólks. Langur vinnutími dregur úr afköstum og eykur slysahættu. Stuttur vinnutími er brýnt heilsufarsmál. Ef til vill væri unnt að ná nýrri þjóðarsátt um styttingu vinnutíma án tekjuskerðingar. Það er stórmál. Stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum áratugum fjallað um vinnutíma og leiðir til þess að stytta hann. Árið 1987 skipaði þáverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, nefnd til þess að annast samanburðarkönnun á launum karla og kvenna. Verksvið þeirrar nefndar var síðar víkkað út þannig að nefndin skyldi gera fjölþætta lífskjarakönnun.Í niðurstöðum nefndarinnar kom fram að vinnutími hér væri mjög langur og grunnkaup frekar lágt. Sem fyrr segir hefur vinnutíminn lítið styst síðan. Kaup hefur mjakast upp á við en þó eru kjör lægstlaunuðu verkamanna enn allt of lág og erfitt að lifa sómasamlegu lífi af því. Hinn langi vinnutími hér á landi er mikið vandamál og kemur niður á fjölskyldulífi í landinu. Stytting vinnutímans myndi stórbæta fjölskyldulífið og gera foreldrum kleift að eyða meiri tíma með börnum sínum. Öllum er ljóst að mikil þörf er á því í dag að bæta fjölskyldulífið í landinu. Mikið styttri vinnutími hjá ESBVinnutíminn er mikið styttri hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér og í löndum Evrópusambandsins er vinnutíminn mikið styttri. Meðalvinnutími í löndum ESB er nú 38,6 stundir á viku. Í Noregi er vinnutíminn mikið styttri en hér en þó getur verkafólk lifað sómasamlega af dagvinnulaunum. Yfirvinna þekkist varla. Takmarkið hér á að vera að ná vinnutímanum niður eins og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum og að hækka laun verkafólks til samræmis við það sem þar tíðkast. Björgvin Guðmundsson er viðskiptafræðingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun