Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, er andvígur því að tvö 108 og 98 ára gömul hús við Laugaveg verði rifin til að rýma fyrir nýjum byggingum.
Húsin tvö er á svokölluðum Frakkastígsreit og eru á meðal þeirra húsa á reitnum sem títt hafa gengið kaupum og sölum á þessum reit. Núverandi eigandi er athafnamaðurinn Þorsteinn Steingrímsson sem á fleiri hús á Frakkastígsreitnum. Frjálsyndi flokkurinn segir hugsanlegt niðurrif húsanna vera umhverfisslys og hvetur borgarbúa til að gera athugasemdir til skipulagsfulltrúa.
Á fundi skipulagsráðs á miðvikudag var samþykkt að auglýsa tillögu sem gerir ráð fyrir niðurrifi húsanna númer 33 og 35 við Laugaveg sem eru í eigu ÁF-húsa ehf. Þessi hús eru byggð 1935 og 1921. Leggst Ólafur einnig gegn niðurrifi þeirra enda séu öll húsin hluti gamallar götumyndar Laugavegarins.
Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann skipulagsráðs.