Gagnrýnir dómstóla fyrir skort á reynslu og þekkingu 16. nóvember 2006 06:30 Arnar Jensson Kallar eftir umræðu um málsmeðferðir. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynslan sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa vankanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt." Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstólar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dómstólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu." Arnar segir í grein í Morgunblaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi - Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamiklum sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu" hins vegar." Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stórum málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í réttarríkinu hér á landi og verjendurnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæruvaldið. Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stórum málum." „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta," var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Fréttablaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þessum skrifum sjálfur." Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu. Það vantar reynslu og þekkingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynslan sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa vankanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt." Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstólar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dómstólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dómstólar sem ekki ráði við Baugsmálið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu." Arnar segir í grein í Morgunblaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi - Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamiklum sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu" hins vegar." Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stórum málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í réttarríkinu hér á landi og verjendurnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæruvaldið. Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stórum málum." „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta," var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Fréttablaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þessum skrifum sjálfur."
Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira