Mikil steranotkun í fitness-keppnum 18. nóvember 2006 09:30 Þórólfur Þórlindsson prófessor. Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en íþróttaiðkun. MYND/Anton Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreksfólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeftirlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönnum ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír." Yfirskrift hádegisverðarfundar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskólanema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólfur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskólanema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera." Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfélaginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sérstaklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall." Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburður við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeftirlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja-eftirlits innan íþróttahreyfingarinnar. Innlent Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreksfólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeftirlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönnum ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír." Yfirskrift hádegisverðarfundar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskólanema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólfur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskólanema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera." Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfélaginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sérstaklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall." Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburður við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeftirlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja-eftirlits innan íþróttahreyfingarinnar.
Innlent Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira