Vandræði í borginni vegna snjóþyngsla 20. nóvember 2006 07:00 Alls 52 björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgarinnar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveitarmennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgunarsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmennirnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hveragerði. Kristín segir að snjókomubakki hafi gengið hægt yfir svæðið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakkinn genginn endanlega yfir Suðurnesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubílaröðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjókomunni. Fljótlega áttaði lögreglan sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætisvögnum. Um klukkan níu í gærmorgun var lokið við að ferja fólkið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar-óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær. Innlent Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Alls 52 björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgarinnar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveitarmennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgunarsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmennirnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hveragerði. Kristín segir að snjókomubakki hafi gengið hægt yfir svæðið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakkinn genginn endanlega yfir Suðurnesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubílaröðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjókomunni. Fljótlega áttaði lögreglan sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætisvögnum. Um klukkan níu í gærmorgun var lokið við að ferja fólkið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar-óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær.
Innlent Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira