Málanám frjálst val innan EES 20. nóvember 2006 05:30 Misjafnar reglur gilda um nám útlendinga í tungumáli viðkomandi lands á Norðurlöndum. Sameiginlegt er í öllum löndunum fimm að nám í tungumáli viðkomandi lands er frjálst fyrir borgara innan EES-svæðisins en tungumálanámið er ýmist skylda eða frjálst val fyrir borgara frá ríkjum utan EES. Finnar og Svíar hafa málanámið frjálst val fyrir alla borgara, hvort sem það eru borgarar innan EES-svæðisins eða utan, þó að boðið sé upp á tungumálanám á kostnað hins opinbera í báðum löndum. Í Finnlandi ber atvinnulífið hluta kostnaðarins og óformlega séð er ætlast til að fólk sem ætlar að starfa í Finnlandi læri finnsku eða finnlandssænsku. Svíar bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sænsku og eru almennt séð engin takmörk á því hversu mikið nám útlendingarnir mega taka. Sveitarfélagið borgar. Í Danmörku þurfa útlendingar sem koma utan ESB að læra dönsku í 30 stundir á viku í þrjú ár og má áætla að það nám taki rúmlega tvö þúsund stundir í allt. Norðmenn og Íslendingar gera hins vegar minni kröfur. Í Noregi þurfa útlendingar, sem koma utan EES, aðeins að læra norsku í 250 stundir á kostnað hins opinbera og á Íslandi í 150 stundir. Á Íslandi er það fyrst og fremst einstaklingurinn sjálfur og stéttarfélögin sem bera kostnaðinn, þó með stuðningi ríkisins. Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að gætt hafi misskilnings í umræðunni sem hefur farið fram hér á landi. „Við höfum undirgengist ákveðinn milliríkjasamning um að íbúar á EES-svæðinu hafi sjálfkrafa atvinnuréttindi á Íslandi. Það er búið að ganga frá því og það er ekki hægt að þvinga þetta fólk til eins eða neins," segir hann. Eiríkur bendir á að mjög einfalt sé að bjóða upp á málakennslu fyrir útlendinga og hvetja fólk til að læra íslensku en ekki sé hægt að skylda það. „En auðvitað bjóða öll ríkin upp á tungumálaþjálfun fyrir þá sem eru nýkomnir þótt með misjöfnum hætti sé hvernig það er gert, hvort atvinnurekendur eru hvattir til að veita tungumálakennslu eða eitthvað annað." Misjafnt er hvort þjóðfélagsfræðsla og vinnumarkaðsfræðsla blandast inn í tungumálaþjálfunina í viðkomandi ríkjum eða ekki. Innlent Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Misjafnar reglur gilda um nám útlendinga í tungumáli viðkomandi lands á Norðurlöndum. Sameiginlegt er í öllum löndunum fimm að nám í tungumáli viðkomandi lands er frjálst fyrir borgara innan EES-svæðisins en tungumálanámið er ýmist skylda eða frjálst val fyrir borgara frá ríkjum utan EES. Finnar og Svíar hafa málanámið frjálst val fyrir alla borgara, hvort sem það eru borgarar innan EES-svæðisins eða utan, þó að boðið sé upp á tungumálanám á kostnað hins opinbera í báðum löndum. Í Finnlandi ber atvinnulífið hluta kostnaðarins og óformlega séð er ætlast til að fólk sem ætlar að starfa í Finnlandi læri finnsku eða finnlandssænsku. Svíar bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sænsku og eru almennt séð engin takmörk á því hversu mikið nám útlendingarnir mega taka. Sveitarfélagið borgar. Í Danmörku þurfa útlendingar sem koma utan ESB að læra dönsku í 30 stundir á viku í þrjú ár og má áætla að það nám taki rúmlega tvö þúsund stundir í allt. Norðmenn og Íslendingar gera hins vegar minni kröfur. Í Noregi þurfa útlendingar, sem koma utan EES, aðeins að læra norsku í 250 stundir á kostnað hins opinbera og á Íslandi í 150 stundir. Á Íslandi er það fyrst og fremst einstaklingurinn sjálfur og stéttarfélögin sem bera kostnaðinn, þó með stuðningi ríkisins. Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að gætt hafi misskilnings í umræðunni sem hefur farið fram hér á landi. „Við höfum undirgengist ákveðinn milliríkjasamning um að íbúar á EES-svæðinu hafi sjálfkrafa atvinnuréttindi á Íslandi. Það er búið að ganga frá því og það er ekki hægt að þvinga þetta fólk til eins eða neins," segir hann. Eiríkur bendir á að mjög einfalt sé að bjóða upp á málakennslu fyrir útlendinga og hvetja fólk til að læra íslensku en ekki sé hægt að skylda það. „En auðvitað bjóða öll ríkin upp á tungumálaþjálfun fyrir þá sem eru nýkomnir þótt með misjöfnum hætti sé hvernig það er gert, hvort atvinnurekendur eru hvattir til að veita tungumálakennslu eða eitthvað annað." Misjafnt er hvort þjóðfélagsfræðsla og vinnumarkaðsfræðsla blandast inn í tungumálaþjálfunina í viðkomandi ríkjum eða ekki.
Innlent Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira