Algjört bann við botnveiði órökstutt 24. nóvember 2006 03:30 Íslendingar eru mótfallnir því að banna algjörlega botnvörpuveiðar á úthöfunum. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace gagnrýna Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að tillaga um botnvörpubann hafi verið samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Einar segir að þetta sé ekki rétt. Íslendingar séu ekki einir þeirrar skoðunar að rangt sé að banna notkun botnvörpuveiðarfæra. „Við erum í hópi mjög öflugra þjóða sem eru sammála okkur í öllum aðalatriðum,“ segir Einar og nefnir Kínverja, Rússa og Kanadamenn. Hann segir að samstaða hafi einnig náðst í mörgum málum með Evrópusambandinu og að sjónarmið Íslendinga séu viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi ekki, af einhverjum trúarlegum ástæðum, að banna notkun tiltekinna veiðarfæra, heldur eigi einfaldlega að líta á hvert tilvik fyrir sig. Við bönnum togveiðar á viðkvæmum hafsvæðum og því teljum við einfaldlega að hugmyndir um algjört bann við botnvörpuveiðum á úthafinu sé tilefnislaust og algerlega órökstutt,“ segir Einar. Hann segir að niðurstaðan á þinginu hafi einfaldlega verið málamiðlun sem Íslendingar stóðu að. „Við gerum það keikir eins og aðrar þjóðir. Þótt Greenpeace eða einhver önnur álíka samtök hafi eitthvað við það að athuga breytir það engu um okkar afstöðu,“ segir Einar. Aðspurður segir hann Íslendinga hafa enga beina hagsmuni af veiðum á þessu svæði sem verið var að fjalla um á ráðstefnunni í New York. „Hér er hins vegar spurning um grundvallaratriði sem við viljum fylgja fast eftir því við óttumst að ef farið verður að gefa eftir á þessu sviði gagnvart órökstuddum kröfum munu þær rísa víðar, meðal annars á hafsvæðum þar sem við höfum beinna hagsmuna að gæta,“ segir hann. Að sögn Frode Pleym, talsmanni Greenpeace á Norðurlöndunum, er ástæða fyrir andstöðu samtakanna við botnvörpuveiðar sú að ekki hafi farið fram nægilegar rannsóknir á hafsbotninum. Alþjóðavísindasamfélagið sé á einu máli um það. „Þetta er mikið áfall. Íslendingar eyðilögðu gullið tækifæri til þess að koma á tímabundnu banni á botnvörpuveiðum á svæðum sem ekki eru nægilega vel rannsökuð,“ segir hann. Pleym bendir á að hálf milljón óþekktra tegunda lifi á hafsbotninum og þær séu í hættu vegna botnvörpuveiða. Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace gagnrýna Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að tillaga um botnvörpubann hafi verið samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Einar segir að þetta sé ekki rétt. Íslendingar séu ekki einir þeirrar skoðunar að rangt sé að banna notkun botnvörpuveiðarfæra. „Við erum í hópi mjög öflugra þjóða sem eru sammála okkur í öllum aðalatriðum,“ segir Einar og nefnir Kínverja, Rússa og Kanadamenn. Hann segir að samstaða hafi einnig náðst í mörgum málum með Evrópusambandinu og að sjónarmið Íslendinga séu viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi ekki, af einhverjum trúarlegum ástæðum, að banna notkun tiltekinna veiðarfæra, heldur eigi einfaldlega að líta á hvert tilvik fyrir sig. Við bönnum togveiðar á viðkvæmum hafsvæðum og því teljum við einfaldlega að hugmyndir um algjört bann við botnvörpuveiðum á úthafinu sé tilefnislaust og algerlega órökstutt,“ segir Einar. Hann segir að niðurstaðan á þinginu hafi einfaldlega verið málamiðlun sem Íslendingar stóðu að. „Við gerum það keikir eins og aðrar þjóðir. Þótt Greenpeace eða einhver önnur álíka samtök hafi eitthvað við það að athuga breytir það engu um okkar afstöðu,“ segir Einar. Aðspurður segir hann Íslendinga hafa enga beina hagsmuni af veiðum á þessu svæði sem verið var að fjalla um á ráðstefnunni í New York. „Hér er hins vegar spurning um grundvallaratriði sem við viljum fylgja fast eftir því við óttumst að ef farið verður að gefa eftir á þessu sviði gagnvart órökstuddum kröfum munu þær rísa víðar, meðal annars á hafsvæðum þar sem við höfum beinna hagsmuna að gæta,“ segir hann. Að sögn Frode Pleym, talsmanni Greenpeace á Norðurlöndunum, er ástæða fyrir andstöðu samtakanna við botnvörpuveiðar sú að ekki hafi farið fram nægilegar rannsóknir á hafsbotninum. Alþjóðavísindasamfélagið sé á einu máli um það. „Þetta er mikið áfall. Íslendingar eyðilögðu gullið tækifæri til þess að koma á tímabundnu banni á botnvörpuveiðum á svæðum sem ekki eru nægilega vel rannsökuð,“ segir hann. Pleym bendir á að hálf milljón óþekktra tegunda lifi á hafsbotninum og þær séu í hættu vegna botnvörpuveiða.
Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira