Sjálfstæðisþingmenn óttast framboð Árna 24. nóvember 2006 06:30 Mikill ótti er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn geti skaðast verði Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor. Árni hafnaði í öðru sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í kjördæminu. Málið hefur verið rætt á fundum þingflokksins og herma heimildir Fréttablaðsins að víðtæk og hörð andstaða sé meðal þingmanna við að flokkurinn bjóði Árna fram til Alþingis. Meta þeir stöðuna þannig að framboð hans kunni að draga úr stuðningi kjósenda við flokkinn um land allt. Telja þeir óánægjuna það mikla að um geti munað. Umræðan hefur komist á slíkt stig að þingmenn segja jafnvel farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi – þó hann höggvi í fylgi Sjálfstæðisflokksins þar – heldur en að hætta á að úr fylginu dragi í öllum kjördæmum. Áhyggjur af máli Árna kraumuðu lengi undir niðri en segja má að upp úr hafi soðið eftir að hann lýsti yfir að lögbrot þau sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir hafi verið tæknileg mistök. Eftir þá yfirlýsingu hafa tvenn opinber viðbrögð komið fram innan úr flokknum; annars vegar yfirlýsing Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem sett var ofan í við Árna og hins vegar orð Geirs H. Haarde flokksformanns í Morgunblaðinu. Sagði hann ummæli Árna mjög óheppileg og ekki rétta lýsingu á brotunum sem Árni var dæmdur fyrir. Þá hefur komið fram að fólk hafi sagt sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls Árna. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að margir hafi lýst óánægju og áhyggum yfir Árna við forystumenn flokksins, ýmist bréflega eða í samtölum. Þá hefur blaðið upplýsingar um að Landssamband sjálfstæðiskvenna hafi í bígerð að senda formanninum erindi þar sem þungum áhyggjum af framboði Árna er lýst. Stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis gerir tillögu um framboðslista til kjördæmisþings. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að stjórninni væri ekki stætt á öðru en að gera tillögu um að Árni Johnsen skipi annað sætið, líkt og hann hlaut kosningu til í prófkjörinu. Eins og sakir standa sé það því undir honum sjálfum komið hvort hann verði í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor. Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Mikill ótti er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn geti skaðast verði Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor. Árni hafnaði í öðru sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í kjördæminu. Málið hefur verið rætt á fundum þingflokksins og herma heimildir Fréttablaðsins að víðtæk og hörð andstaða sé meðal þingmanna við að flokkurinn bjóði Árna fram til Alþingis. Meta þeir stöðuna þannig að framboð hans kunni að draga úr stuðningi kjósenda við flokkinn um land allt. Telja þeir óánægjuna það mikla að um geti munað. Umræðan hefur komist á slíkt stig að þingmenn segja jafnvel farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi – þó hann höggvi í fylgi Sjálfstæðisflokksins þar – heldur en að hætta á að úr fylginu dragi í öllum kjördæmum. Áhyggjur af máli Árna kraumuðu lengi undir niðri en segja má að upp úr hafi soðið eftir að hann lýsti yfir að lögbrot þau sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir hafi verið tæknileg mistök. Eftir þá yfirlýsingu hafa tvenn opinber viðbrögð komið fram innan úr flokknum; annars vegar yfirlýsing Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem sett var ofan í við Árna og hins vegar orð Geirs H. Haarde flokksformanns í Morgunblaðinu. Sagði hann ummæli Árna mjög óheppileg og ekki rétta lýsingu á brotunum sem Árni var dæmdur fyrir. Þá hefur komið fram að fólk hafi sagt sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls Árna. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að margir hafi lýst óánægju og áhyggum yfir Árna við forystumenn flokksins, ýmist bréflega eða í samtölum. Þá hefur blaðið upplýsingar um að Landssamband sjálfstæðiskvenna hafi í bígerð að senda formanninum erindi þar sem þungum áhyggjum af framboði Árna er lýst. Stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis gerir tillögu um framboðslista til kjördæmisþings. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að stjórninni væri ekki stætt á öðru en að gera tillögu um að Árni Johnsen skipi annað sætið, líkt og hann hlaut kosningu til í prófkjörinu. Eins og sakir standa sé það því undir honum sjálfum komið hvort hann verði í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor.
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira