Sjálfstæðisþingmenn óttast framboð Árna 24. nóvember 2006 06:30 Mikill ótti er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn geti skaðast verði Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor. Árni hafnaði í öðru sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í kjördæminu. Málið hefur verið rætt á fundum þingflokksins og herma heimildir Fréttablaðsins að víðtæk og hörð andstaða sé meðal þingmanna við að flokkurinn bjóði Árna fram til Alþingis. Meta þeir stöðuna þannig að framboð hans kunni að draga úr stuðningi kjósenda við flokkinn um land allt. Telja þeir óánægjuna það mikla að um geti munað. Umræðan hefur komist á slíkt stig að þingmenn segja jafnvel farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi – þó hann höggvi í fylgi Sjálfstæðisflokksins þar – heldur en að hætta á að úr fylginu dragi í öllum kjördæmum. Áhyggjur af máli Árna kraumuðu lengi undir niðri en segja má að upp úr hafi soðið eftir að hann lýsti yfir að lögbrot þau sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir hafi verið tæknileg mistök. Eftir þá yfirlýsingu hafa tvenn opinber viðbrögð komið fram innan úr flokknum; annars vegar yfirlýsing Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem sett var ofan í við Árna og hins vegar orð Geirs H. Haarde flokksformanns í Morgunblaðinu. Sagði hann ummæli Árna mjög óheppileg og ekki rétta lýsingu á brotunum sem Árni var dæmdur fyrir. Þá hefur komið fram að fólk hafi sagt sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls Árna. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að margir hafi lýst óánægju og áhyggum yfir Árna við forystumenn flokksins, ýmist bréflega eða í samtölum. Þá hefur blaðið upplýsingar um að Landssamband sjálfstæðiskvenna hafi í bígerð að senda formanninum erindi þar sem þungum áhyggjum af framboði Árna er lýst. Stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis gerir tillögu um framboðslista til kjördæmisþings. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að stjórninni væri ekki stætt á öðru en að gera tillögu um að Árni Johnsen skipi annað sætið, líkt og hann hlaut kosningu til í prófkjörinu. Eins og sakir standa sé það því undir honum sjálfum komið hvort hann verði í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor. Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Mikill ótti er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn geti skaðast verði Árni Johnsen á lista í Suðurkjördæmi í kosningunum í vor. Árni hafnaði í öðru sæti í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í kjördæminu. Málið hefur verið rætt á fundum þingflokksins og herma heimildir Fréttablaðsins að víðtæk og hörð andstaða sé meðal þingmanna við að flokkurinn bjóði Árna fram til Alþingis. Meta þeir stöðuna þannig að framboð hans kunni að draga úr stuðningi kjósenda við flokkinn um land allt. Telja þeir óánægjuna það mikla að um geti munað. Umræðan hefur komist á slíkt stig að þingmenn segja jafnvel farsælla að Árni bjóði fram sér í Suðurkjördæmi – þó hann höggvi í fylgi Sjálfstæðisflokksins þar – heldur en að hætta á að úr fylginu dragi í öllum kjördæmum. Áhyggjur af máli Árna kraumuðu lengi undir niðri en segja má að upp úr hafi soðið eftir að hann lýsti yfir að lögbrot þau sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir hafi verið tæknileg mistök. Eftir þá yfirlýsingu hafa tvenn opinber viðbrögð komið fram innan úr flokknum; annars vegar yfirlýsing Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem sett var ofan í við Árna og hins vegar orð Geirs H. Haarde flokksformanns í Morgunblaðinu. Sagði hann ummæli Árna mjög óheppileg og ekki rétta lýsingu á brotunum sem Árni var dæmdur fyrir. Þá hefur komið fram að fólk hafi sagt sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna máls Árna. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að margir hafi lýst óánægju og áhyggum yfir Árna við forystumenn flokksins, ýmist bréflega eða í samtölum. Þá hefur blaðið upplýsingar um að Landssamband sjálfstæðiskvenna hafi í bígerð að senda formanninum erindi þar sem þungum áhyggjum af framboði Árna er lýst. Stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis gerir tillögu um framboðslista til kjördæmisþings. Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að stjórninni væri ekki stætt á öðru en að gera tillögu um að Árni Johnsen skipi annað sætið, líkt og hann hlaut kosningu til í prófkjörinu. Eins og sakir standa sé það því undir honum sjálfum komið hvort hann verði í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í vor.
Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira