Kópavogur kaupir 863 hektara land 24. nóvember 2006 03:30 Uppbygging á Vatnsendajörðinni mun halda áfram. MYND/vilhelm „Þetta er framtíðarbyggingarland Kópavogs til margra ára," segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að leita heimildar fyrir eignarnámi á 863 hekturum af Vatnsendajörðinni. Drög að samkomulagi um viðskiptin milli bæjarins og eiganda óðalsjarðarinnar Vatnsenda, Þorsteins Hjaltested, liggja fyrir en þar sem kvaðir heimila ekki að jörðin sé seld er eignarnámsleiðin farin. Þessi aðferð var einnig notuð þegar Kópavogsbær eignaðist aðra hluta jarðarinnar í áföngum. Samningsupphæðin er trúnaðarmál að svo stöddu en hún mun hlaupa á milljörðum króna. Kaupverðið verður að hluta greitt með peningum og að hluta með byggingarlóðum sem koma í hlut jarðeigandans. Í tillögu sem lá fyrir bæjarráði Kópavogs í gær sagði að taka ætti eignarnámi tvo reiti sem væru annars vegar 162 hektarar og hins vegar 111 hektarar. Að auki svokölluð upplönd Vatnsendajarðarinnar, samtals 590 hektara ofan Heiðmerkur. „Eignarnám þetta er nauðsynlegt vegna framþróunar sveitarfélagsins," segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði í gær til bæjarstjórnar. Eftir viðskiptin mun nánast öll Vatnsendajörðin vera komin í eigu Kópavogs. Að sögn Ómars Stefánssonar verður aðeins lítill „kragi" við Elliðaárvatn áfram undir Vatnsendajörðinni. Eigendur húsa þar verða áfram um sinn leiguliðar hjá Þorsteini Hjaltested. „En það er bara tímaspursmál hvenær bærinn eignast þennan kraga líka," segir Ómar. „Þetta er hluti af því að við erum að taka yfir öll þau lönd sem eru innan bæjarmarkanna svo bærinn hafi eignarhald á því landi sem hann skipuleggur." Hafsteinn Karlsson, bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lýst afstöðu til væntanlegra viðskipta á bæjarráðsfundinum. „Við eigum eftir að reikna þetta út. Kannski er þetta mjög hagstæður samningur fyrir Kópavog," segir Hafsteinn. Þorsteinn Hjaltested segir að nýju svæðin verði skipulögð á sama hátt og fyrri svæði. „Það eina sem ég veit er að það verður tekið meira tillit til útivistar," segir Þorsteinn. Innlent Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
„Þetta er framtíðarbyggingarland Kópavogs til margra ára," segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að leita heimildar fyrir eignarnámi á 863 hekturum af Vatnsendajörðinni. Drög að samkomulagi um viðskiptin milli bæjarins og eiganda óðalsjarðarinnar Vatnsenda, Þorsteins Hjaltested, liggja fyrir en þar sem kvaðir heimila ekki að jörðin sé seld er eignarnámsleiðin farin. Þessi aðferð var einnig notuð þegar Kópavogsbær eignaðist aðra hluta jarðarinnar í áföngum. Samningsupphæðin er trúnaðarmál að svo stöddu en hún mun hlaupa á milljörðum króna. Kaupverðið verður að hluta greitt með peningum og að hluta með byggingarlóðum sem koma í hlut jarðeigandans. Í tillögu sem lá fyrir bæjarráði Kópavogs í gær sagði að taka ætti eignarnámi tvo reiti sem væru annars vegar 162 hektarar og hins vegar 111 hektarar. Að auki svokölluð upplönd Vatnsendajarðarinnar, samtals 590 hektara ofan Heiðmerkur. „Eignarnám þetta er nauðsynlegt vegna framþróunar sveitarfélagsins," segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði í gær til bæjarstjórnar. Eftir viðskiptin mun nánast öll Vatnsendajörðin vera komin í eigu Kópavogs. Að sögn Ómars Stefánssonar verður aðeins lítill „kragi" við Elliðaárvatn áfram undir Vatnsendajörðinni. Eigendur húsa þar verða áfram um sinn leiguliðar hjá Þorsteini Hjaltested. „En það er bara tímaspursmál hvenær bærinn eignast þennan kraga líka," segir Ómar. „Þetta er hluti af því að við erum að taka yfir öll þau lönd sem eru innan bæjarmarkanna svo bærinn hafi eignarhald á því landi sem hann skipuleggur." Hafsteinn Karlsson, bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lýst afstöðu til væntanlegra viðskipta á bæjarráðsfundinum. „Við eigum eftir að reikna þetta út. Kannski er þetta mjög hagstæður samningur fyrir Kópavog," segir Hafsteinn. Þorsteinn Hjaltested segir að nýju svæðin verði skipulögð á sama hátt og fyrri svæði. „Það eina sem ég veit er að það verður tekið meira tillit til útivistar," segir Þorsteinn.
Innlent Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira