Styttri bið og fleiri komast að 28. nóvember 2006 04:30 Björn Ingi Hrafnsson formaður íþrótta- og tómstundaráðs Staðan á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar er mun betri nú en á sama tíma í fyrra þegar um 150 börn voru á biðlista eftir vistun að sögn Björn Inga Hrafnssonar, formanns Íþrótta- og tómstundaráðs. Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, gagnrýndi framgöngu meirihluta borgarstjórnar í málinu í Fréttablaðinu í gær. Í dag eru 68 börn á biðlista sem mun vonandi styttast í vikunni þar sem tekist hafi að ráða í nokkrar stöður á síðustu dögum, að sögn Björns Inga. „Auk þess er mun meiri aðsókn núna í vistun. Þannig erum við bæði að koma fleiri börnum að og erum með styttri biðlista. En engu að síður teljum við of mikið að hafa eitt einasta barn á biðlista.“ Borgaryfirvöld eru með margs konar aðgerðir í gangi, fullyrðir Björn Ingi, og er nú í gangi þjónustukönnun hjá foreldrum allra barna sem eru á biðlista. „Við erum meðal annars að kanna hvort einhver þeirra þurfi bara hluta úr vistun svo hægt sé að koma fleirum fyrir inni á sama degi. Einnig erum við að upplýsa fólk um stöðuna.“ Hingað til hefur sú regla gilt varðandi umsókn um vistun að fyrstir koma fyrstir fá. Nú hefur því verið breytt á þann veg að yngstu börnin og þau sem hafa sérþarfir fá forgang, að sögn Björns Inga. „Það leysir vanda ákveðinna barna. Og miðað við þá þróun sem er núna virðist mér að við getum klárað þetta á allra næstu vikum.“ Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Staðan á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar er mun betri nú en á sama tíma í fyrra þegar um 150 börn voru á biðlista eftir vistun að sögn Björn Inga Hrafnssonar, formanns Íþrótta- og tómstundaráðs. Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, gagnrýndi framgöngu meirihluta borgarstjórnar í málinu í Fréttablaðinu í gær. Í dag eru 68 börn á biðlista sem mun vonandi styttast í vikunni þar sem tekist hafi að ráða í nokkrar stöður á síðustu dögum, að sögn Björns Inga. „Auk þess er mun meiri aðsókn núna í vistun. Þannig erum við bæði að koma fleiri börnum að og erum með styttri biðlista. En engu að síður teljum við of mikið að hafa eitt einasta barn á biðlista.“ Borgaryfirvöld eru með margs konar aðgerðir í gangi, fullyrðir Björn Ingi, og er nú í gangi þjónustukönnun hjá foreldrum allra barna sem eru á biðlista. „Við erum meðal annars að kanna hvort einhver þeirra þurfi bara hluta úr vistun svo hægt sé að koma fleirum fyrir inni á sama degi. Einnig erum við að upplýsa fólk um stöðuna.“ Hingað til hefur sú regla gilt varðandi umsókn um vistun að fyrstir koma fyrstir fá. Nú hefur því verið breytt á þann veg að yngstu börnin og þau sem hafa sérþarfir fá forgang, að sögn Björns Inga. „Það leysir vanda ákveðinna barna. Og miðað við þá þróun sem er núna virðist mér að við getum klárað þetta á allra næstu vikum.“
Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira