Hluti mæðraeftirlits nú á Landspítala 28. nóvember 2006 06:15 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Einar Sveinsson, arkitekt og húsameistari Reykjavíkur, teiknaði Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg árið 1947. Bygging þess hófst árið 1949 og var fyrsta deildin tekin í notkun fjórum árum síðar. Húsið var vígt árið 1957. HEILBRIGÐISMÁL Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðlileg eða þær eigi við meðgöngutengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á miðstöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breytingarnar. Hún er ósátt við hvernig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurnar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildilega og unnt var,“ segir Ragnheiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneytið og útskýrt í hverju breytingarnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðugildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeðgöngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshafandi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er einfaldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættuþáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heimilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsugæslustöð sem þær kjósa sér. HildurHarðardóttir .. Sigríður SíaJónsdóttir ,, Innlent Tengdar fréttir Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
HEILBRIGÐISMÁL Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðlileg eða þær eigi við meðgöngutengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á miðstöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breytingarnar. Hún er ósátt við hvernig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurnar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildilega og unnt var,“ segir Ragnheiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneytið og útskýrt í hverju breytingarnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðugildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeðgöngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshafandi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er einfaldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættuþáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heimilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsugæslustöð sem þær kjósa sér. HildurHarðardóttir .. Sigríður SíaJónsdóttir ,,
Innlent Tengdar fréttir Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30