Þjónusta Stígamóta um allt land? 29. nóvember 2006 05:00 Það hefur lengi verið ljóst að þjónusta Stígamóta nýtist best fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir brýna þörf alls staðar á landinu. Fólk hefur lagt á sig ómældan kostnað og fyrirhöfn til þess að sækja ráðgjöf til Stígamóta og aðeins í litlum hluta tilfella hefur verið farið fram á fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga. Þátttaka fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sjálfshjálparhópum sem hittast 15 sinnum hefur verið óraunhæf. Þróunin hefur verið sú undanfarin misseri að víða hefur verið falast eftir þjónustu Stígamóta. Þannig var lögð í það mikil vinna að þjálfa upp sjálfstæðan hóp heimakvenna á Akureyri til þess að rækja hliðstæða starfsemi. Á minni stöðum virðist slíkt fyrirkomulag ómögulegt vegna nábýlis og fámennis, óháð þekkingu og góðs vilja heimafólks. Ráðgjafar frá Stígamótum veita vikulega þjónustu hjá Krýsuvíkursamtökunum og hliðstæð vikuleg ráðgjöf er veitt í Kvennafangelsinu. Á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru nú starfræktir sjálfshjálparhópar í tilraunaskyni. Undirbúningur starfseminnar var unninn í náinni samvinnu og með ráðgjöf frá Stígamótum og leiðbeinendur sóttu leiðbeinendanámskeið til Stígamóta.Bætt þjónustaNú hafa Stígamót ákveðið að mæta þörfinni fyrir bætta þjónustu með því að bjóða sveitarfélögum upp á reglulega þjónustu í heimabyggð. Þar sem um nýtt tilboð er að ræða er mikilvægt að prófa það og þróa. Náðst hefur samningur við Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað um þriggja mánaða tilraunaverkefni. Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun bjóða upp á viðtöl hálfsmánaðalega.Þjónustan verður opinn allan daginn og tímapantanir fara fram í gegnum Stígamótasímann til þess að varðveita milliliðalausan trúnað. Verkefnið hefst í janúar og verður kynnt rækilega á Austfjörðum í svæðisfjölmiðlum, á opnum fundum með almenningi, í framhaldsskólunum og á lokuðum fundi með fagfólki. Ef tilraunin heppnast vel og tilboðið verður nýtt af heimafólki er freistandi að festa það í sessi og bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem heimakonur gætu stýrt í framtíðinni. Nú þegar er ljóst að Austfirðingar bíða eftir þessari þjónustu.Þjónusta Stígamóta um allt land?Samkvæmt þeim tölulegu upplýsingum sem safnað hefur verið á Stígamótum undanfarin ár hefur um 32 - 38% ofbeldisins verið framið utan höfuðborgarsvæðisins. Fólkið sem leitað hefur hjálpar hefur verið búsett utan höfuðborgarsvæðisins í 11 – 19 % tilfella, þrátt fyrir langar vegalengdir og mikinn kostnað. Þessi hluti hópsins hefur komið sjaldnar en aðrir og ekki tekið þátt í starfi sjálfshjálparhópanna. Nokkur fjöldi fólks leitar aðstoðar í gegnum tölvupóst eða í síma, en slík aðstoð er ósambærileg við regluleg klukkustundarlöng ráðgjafarviðtöl.Þjónusta Stígamóta byggist á þeim sameiginlega skilningi landsmanna að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein og fólk sem verði fyrir því eigi rétt á ókeypis þjónustu. Rekstarfé hefur því fengist frá ríki og nokkrum sveitarfélögum. Það er sanngirnismál að þjónustan nýtist um allt land. Samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi er gert ráð fyrir því að sveitarfélög landsins geri eigin áætlanir um hvernig brugðist skuli við ofbeldi og minnt á ábyrgð þeirra. Að taka tilboði Stígamóta um ráðgjöf í heimabyggð væri frábær leið fyrir stærri sveitarfélög til þess að axla þá ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið ljóst að þjónusta Stígamóta nýtist best fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir brýna þörf alls staðar á landinu. Fólk hefur lagt á sig ómældan kostnað og fyrirhöfn til þess að sækja ráðgjöf til Stígamóta og aðeins í litlum hluta tilfella hefur verið farið fram á fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga. Þátttaka fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sjálfshjálparhópum sem hittast 15 sinnum hefur verið óraunhæf. Þróunin hefur verið sú undanfarin misseri að víða hefur verið falast eftir þjónustu Stígamóta. Þannig var lögð í það mikil vinna að þjálfa upp sjálfstæðan hóp heimakvenna á Akureyri til þess að rækja hliðstæða starfsemi. Á minni stöðum virðist slíkt fyrirkomulag ómögulegt vegna nábýlis og fámennis, óháð þekkingu og góðs vilja heimafólks. Ráðgjafar frá Stígamótum veita vikulega þjónustu hjá Krýsuvíkursamtökunum og hliðstæð vikuleg ráðgjöf er veitt í Kvennafangelsinu. Á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru nú starfræktir sjálfshjálparhópar í tilraunaskyni. Undirbúningur starfseminnar var unninn í náinni samvinnu og með ráðgjöf frá Stígamótum og leiðbeinendur sóttu leiðbeinendanámskeið til Stígamóta.Bætt þjónustaNú hafa Stígamót ákveðið að mæta þörfinni fyrir bætta þjónustu með því að bjóða sveitarfélögum upp á reglulega þjónustu í heimabyggð. Þar sem um nýtt tilboð er að ræða er mikilvægt að prófa það og þróa. Náðst hefur samningur við Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað um þriggja mánaða tilraunaverkefni. Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun bjóða upp á viðtöl hálfsmánaðalega.Þjónustan verður opinn allan daginn og tímapantanir fara fram í gegnum Stígamótasímann til þess að varðveita milliliðalausan trúnað. Verkefnið hefst í janúar og verður kynnt rækilega á Austfjörðum í svæðisfjölmiðlum, á opnum fundum með almenningi, í framhaldsskólunum og á lokuðum fundi með fagfólki. Ef tilraunin heppnast vel og tilboðið verður nýtt af heimafólki er freistandi að festa það í sessi og bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem heimakonur gætu stýrt í framtíðinni. Nú þegar er ljóst að Austfirðingar bíða eftir þessari þjónustu.Þjónusta Stígamóta um allt land?Samkvæmt þeim tölulegu upplýsingum sem safnað hefur verið á Stígamótum undanfarin ár hefur um 32 - 38% ofbeldisins verið framið utan höfuðborgarsvæðisins. Fólkið sem leitað hefur hjálpar hefur verið búsett utan höfuðborgarsvæðisins í 11 – 19 % tilfella, þrátt fyrir langar vegalengdir og mikinn kostnað. Þessi hluti hópsins hefur komið sjaldnar en aðrir og ekki tekið þátt í starfi sjálfshjálparhópanna. Nokkur fjöldi fólks leitar aðstoðar í gegnum tölvupóst eða í síma, en slík aðstoð er ósambærileg við regluleg klukkustundarlöng ráðgjafarviðtöl.Þjónusta Stígamóta byggist á þeim sameiginlega skilningi landsmanna að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein og fólk sem verði fyrir því eigi rétt á ókeypis þjónustu. Rekstarfé hefur því fengist frá ríki og nokkrum sveitarfélögum. Það er sanngirnismál að þjónustan nýtist um allt land. Samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi er gert ráð fyrir því að sveitarfélög landsins geri eigin áætlanir um hvernig brugðist skuli við ofbeldi og minnt á ábyrgð þeirra. Að taka tilboði Stígamóta um ráðgjöf í heimabyggð væri frábær leið fyrir stærri sveitarfélög til þess að axla þá ábyrgð.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun