Meðferð átröskunarsjúklinga 29. nóvember 2006 05:00 Í sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hinn 14. nóvember sl. var viðtal við tvær ungar konur sem veita átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf. Í þættinum kölluðu þær eftir fjármagni til samtaka sinna til að geta sinnt starfi sínu og sögðu að það ríkti neyðarástand í málefnum átröskunarsjúklinga hérlendis. Í viðtalinu kom fram að litlu fjármagni hefði verið veitt til málaflokksins af hálfu ríkisins, að biðlistar eftir meðferð væru fyrir átröskunarsjúklinga hjá ríkinu, að þeirri meðferð væri mjög ábótavant og ætti ekki að fara fram á geðdeild nema sem síðasta úrræðið. Hvað varðar þjónustu við einstaklinga með lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) á geðdeild LSH finnum við okkur knúnar til að leiðrétta ofangreindar fullyrðingar. Átröskunarteymi LSH hefur starfað frá upphafi árs 2001. Í því eru geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, næringarfræðingur, listmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingar og stuðningsfulltrúar. Félagsráðgjafi og annar af tveimur hjúkrunarfræðingum eru líka fjölskyldufræðingar. Ofangreindar fagstéttir hafa undanfarin ár unnið að sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum sem eru skilyrði fyrir góðri greiningar- og meðferðarvinnu. Á þessu ári var fjármagni veitt í málaflokkinn sem hefur orðið til þess að frá marsmánuði hefur verið starfrækt sértæk göngu- og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga á göngudeild geðdeildar LSH. Þrátt fyrir margar tilvísanir hafa engir biðlistar myndast og teymið getað sinnt öllum tilvísunum. Þjónustan sem LSH veitir átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra fer fram á mismunandi þjónustustigum; göngudeild, dagdeild og innlagnardeild. Flestir koma á göngudeild þar sem í boði eru einstaklings- og hópmeðferðir, fjölskylduviðtöl, aðstandendahópar og fræðsla. Sumir njóta þjónustunnar tímabundið með daglegum viðtölum meðan aðrir koma sjaldnar. Flestir koma einu sinni til tvisvar í viku yfir ákveðið tímabil. Dagdeild fyrir 6-8 átröskunarsjúklinga tók til starfa í mars á þessu ári. Hún er opin alla virka daga. Þar fer fram margvísleg meðferðarvinna og getur verið val um að nýta sér þjónustuna allt frá 2-5 daga í viku. Það sem af er ári hafa einstaklingarnir sem sækja meðferð á dagdeild nýtt sér hana 5 daga vikunnar. Ef sjúklingar þurfa innlögn vegna alvarlegs ástands þá leggjast þeir inn á almennar bráðageðdeildir, en sérhæfð legudeild fyrir átröskunarsjúklinga er því miður ekki til á landinu. Ofangreind þjónusta stendur einstaklingum sem eru 18 ára og eldri til boða. Þjónusta fyrir 18 ára og yngri fer fram á Barna-og unglingageðdeild. Aðrir sem veita átröskunarsjúklingum þjónustu eru heilsugæslustöðvar og meðferðaraðilar á einkastofum. Varðandi „neyðarkall“ ofangreinda viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun algengara er að unglingar og ungt fólk sé óánægt með útlit sitt og holdafar og ýtir það undir óheilbrigt mataræði og megrun. Þetta hefur líklega aukið tíðni á lotu-græðgi og blönduðum átröskunum. Þó er ekki vitað hvort aukning sé á átröskunum á Íslandi síðastliðin ár. Við fögnum allri umræðu um bætta meðferðarþjónustu við átröskunarsjúklinga og fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þá eru kærkomin viðbót. Hins vegar er eðlilegt að slík uppbygging fari fram undir forystu fagaðila með sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum, í samvinnu við notendur þjónustunnar. Áslaug er félagsráðgjafi MSW, fjölskyldufræðingur og með sérnám í átröskunarsjúkdómum. Sigurlaug María er sálfræðingur, Cand.Psych. Varðandi „neyðarkall“ ofangreindra viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Sigurlaug María Jónsdóttir . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hinn 14. nóvember sl. var viðtal við tvær ungar konur sem veita átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf. Í þættinum kölluðu þær eftir fjármagni til samtaka sinna til að geta sinnt starfi sínu og sögðu að það ríkti neyðarástand í málefnum átröskunarsjúklinga hérlendis. Í viðtalinu kom fram að litlu fjármagni hefði verið veitt til málaflokksins af hálfu ríkisins, að biðlistar eftir meðferð væru fyrir átröskunarsjúklinga hjá ríkinu, að þeirri meðferð væri mjög ábótavant og ætti ekki að fara fram á geðdeild nema sem síðasta úrræðið. Hvað varðar þjónustu við einstaklinga með lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) á geðdeild LSH finnum við okkur knúnar til að leiðrétta ofangreindar fullyrðingar. Átröskunarteymi LSH hefur starfað frá upphafi árs 2001. Í því eru geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, næringarfræðingur, listmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingar og stuðningsfulltrúar. Félagsráðgjafi og annar af tveimur hjúkrunarfræðingum eru líka fjölskyldufræðingar. Ofangreindar fagstéttir hafa undanfarin ár unnið að sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum sem eru skilyrði fyrir góðri greiningar- og meðferðarvinnu. Á þessu ári var fjármagni veitt í málaflokkinn sem hefur orðið til þess að frá marsmánuði hefur verið starfrækt sértæk göngu- og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga á göngudeild geðdeildar LSH. Þrátt fyrir margar tilvísanir hafa engir biðlistar myndast og teymið getað sinnt öllum tilvísunum. Þjónustan sem LSH veitir átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra fer fram á mismunandi þjónustustigum; göngudeild, dagdeild og innlagnardeild. Flestir koma á göngudeild þar sem í boði eru einstaklings- og hópmeðferðir, fjölskylduviðtöl, aðstandendahópar og fræðsla. Sumir njóta þjónustunnar tímabundið með daglegum viðtölum meðan aðrir koma sjaldnar. Flestir koma einu sinni til tvisvar í viku yfir ákveðið tímabil. Dagdeild fyrir 6-8 átröskunarsjúklinga tók til starfa í mars á þessu ári. Hún er opin alla virka daga. Þar fer fram margvísleg meðferðarvinna og getur verið val um að nýta sér þjónustuna allt frá 2-5 daga í viku. Það sem af er ári hafa einstaklingarnir sem sækja meðferð á dagdeild nýtt sér hana 5 daga vikunnar. Ef sjúklingar þurfa innlögn vegna alvarlegs ástands þá leggjast þeir inn á almennar bráðageðdeildir, en sérhæfð legudeild fyrir átröskunarsjúklinga er því miður ekki til á landinu. Ofangreind þjónusta stendur einstaklingum sem eru 18 ára og eldri til boða. Þjónusta fyrir 18 ára og yngri fer fram á Barna-og unglingageðdeild. Aðrir sem veita átröskunarsjúklingum þjónustu eru heilsugæslustöðvar og meðferðaraðilar á einkastofum. Varðandi „neyðarkall“ ofangreinda viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun algengara er að unglingar og ungt fólk sé óánægt með útlit sitt og holdafar og ýtir það undir óheilbrigt mataræði og megrun. Þetta hefur líklega aukið tíðni á lotu-græðgi og blönduðum átröskunum. Þó er ekki vitað hvort aukning sé á átröskunum á Íslandi síðastliðin ár. Við fögnum allri umræðu um bætta meðferðarþjónustu við átröskunarsjúklinga og fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þá eru kærkomin viðbót. Hins vegar er eðlilegt að slík uppbygging fari fram undir forystu fagaðila með sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum, í samvinnu við notendur þjónustunnar. Áslaug er félagsráðgjafi MSW, fjölskyldufræðingur og með sérnám í átröskunarsjúkdómum. Sigurlaug María er sálfræðingur, Cand.Psych. Varðandi „neyðarkall“ ofangreindra viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Sigurlaug María Jónsdóttir .
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar