Fjöldi kókaínfíkla hefur tuttugufaldast 30. nóvember 2006 05:30 Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaínfíknar hefur meira en tuttugufaldast á örfáum árum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn aukist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmtanaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnisins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upphafi. Það er þriðja stóra kókaínmálið sem upp hefur komið á síðustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efninu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem samanlagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efninu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kókaíns sem var gert upptækt á tímabilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“ Innlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaínfíknar hefur meira en tuttugufaldast á örfáum árum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn aukist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmtanaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnisins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upphafi. Það er þriðja stóra kókaínmálið sem upp hefur komið á síðustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efninu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem samanlagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efninu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kókaíns sem var gert upptækt á tímabilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“
Innlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira