Málið tekið fyrir í yfirrétti á Englandi 30. nóvember 2006 06:45 Jón Ólafsson Vildi ekkert tjá sig um efnisatriði málsins. MYND/GVA Málflutningur í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, í yfirrétti á Englandi, fer fram í dag. Kröfu Hannesar um að dómur sem féll í enskum dómstóli, þess efnis að Hannesi bæri að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna orða sem hann birti á heimasíðu sinni, yrði ógiltur var hafnað. Hann áfrýjaði málinu í kjölfarið til yfirréttar. „Aðalatriðið er að ég tel að mér hafi verið ranglega stefnt og í dómi undirréttar var á það fallist að mér hafi verið stefnt á röngum forsendum. Hins vegar þótti það ekki nóg ástæða til þess að fallast á mína kröfu og ég ákvað í kjölfarið að láta á það reyna, hvort yfirréttur myndi meta efnisatriði málsins með sama hætti," sagði Hannes er Fréttablaðið náði tali af honum í gær en hann var þá staddur í London og ætlaði sér að vera viðstaddur málflutninginn í dag. Grundvöllur málsins byggist á ummælum er birtust á heimasíðu Hannesar, sem vistuð var á vef-svæði Háskóla Íslands. Ummælin voru á ensku og fjölluðu um að Jón hefði lagt grunninn að viðskiptaferli sínum með ólögmætum fíkniefnaviðskiptum. Hannes hefur síðan margsinnis haldið því fram að hann hafi aðeins verið að endursegja fréttir sem fjallað hafi verið um í íslenskum dagblöðum, meðal annars í Morgunpóstinum árið 1995. Jón Ólafsson sagði lögfræðinga sína sjá alfarið um málið er Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann var því ekki tilbúinn til þess að ræða efnisatriði þess. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Málflutningur í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, í yfirrétti á Englandi, fer fram í dag. Kröfu Hannesar um að dómur sem féll í enskum dómstóli, þess efnis að Hannesi bæri að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna orða sem hann birti á heimasíðu sinni, yrði ógiltur var hafnað. Hann áfrýjaði málinu í kjölfarið til yfirréttar. „Aðalatriðið er að ég tel að mér hafi verið ranglega stefnt og í dómi undirréttar var á það fallist að mér hafi verið stefnt á röngum forsendum. Hins vegar þótti það ekki nóg ástæða til þess að fallast á mína kröfu og ég ákvað í kjölfarið að láta á það reyna, hvort yfirréttur myndi meta efnisatriði málsins með sama hætti," sagði Hannes er Fréttablaðið náði tali af honum í gær en hann var þá staddur í London og ætlaði sér að vera viðstaddur málflutninginn í dag. Grundvöllur málsins byggist á ummælum er birtust á heimasíðu Hannesar, sem vistuð var á vef-svæði Háskóla Íslands. Ummælin voru á ensku og fjölluðu um að Jón hefði lagt grunninn að viðskiptaferli sínum með ólögmætum fíkniefnaviðskiptum. Hannes hefur síðan margsinnis haldið því fram að hann hafi aðeins verið að endursegja fréttir sem fjallað hafi verið um í íslenskum dagblöðum, meðal annars í Morgunpóstinum árið 1995. Jón Ólafsson sagði lögfræðinga sína sjá alfarið um málið er Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann var því ekki tilbúinn til þess að ræða efnisatriði þess.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent