Framlag okkar bjargar mannslífum 1. desember 2006 05:00 Í dag verður haldin landssöfnun UNICEF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heimsótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt fulltrúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyldum sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveitahéruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjarlægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfisins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunnskóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfélagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í héruðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Í dag verður haldin landssöfnun UNICEF á Íslandi. Ég fékk nýlega tækifæri til að sjá með eigin augum hversu miklu starf UNICEF getur skilað er ég heimsótti Afríkuríkið Síerra Leóne ásamt fulltrúum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar. Í skýrslunni Human Development Report, sem er gefin út af þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), er landið í 176. sæti af þeim 177 ríkjum þar sem lífsgæði eru flokkuð. Ekki síst eru það börn og konur sem líða fyrir ástandið í landinu. Talið er að 70% þjóðarinnar lifi við algjöra fátækt. Barnadauði er með því hæsta sem gerist, 176 af hverjum þúsund börnum fæðast andvana og 286 af hverjum 1000 börnum ná ekki fimm ára aldri. UNICEF í Síerra Leóne starfar aðallega á fjórum sviðum; við verndun barna, heilsugæslu, menntun og vatn og hreinlæti. UNICEF vinnur einnig að því að endurheimta börn sem notuð hafa verið í stríði, veita þeim sálræna aðstoð og sameina þau fjölskyldum sínum. Sú vinna hefur gengið vel, en mikil áhersla er nú lögð á götubörn og stúlkur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Talið er að um 300 þúsund börn, sem búa í sveitahéruðum landsins, fari á mis við nám vegna fjarlægðar frá næsta grunnskóla. Borgarastyrjöldin í Síerra Leóne eyðilagði stóran hluta menntakerfisins og því hafa mörg börn og ungmenni ekki fengið tækifæri til náms í rúma tvo áratugi. Ástandið er sérstaklega slæmt í sveitahéruðunum þar sem enga skóla er að finna og erfitt er fyrir litla fætur að ganga langar vegalengdir í næsta grunnskóla og margar hættur sem leynast á leiðinni, ekki síst fyrir ungar stúlkur. UNICEF hefur því fært skólana nær börnum í sveitahéruðunum með því að byggja svokallaða samfélagsskóla fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Nú er verið að byggja fimmtíu samfélagsskóla í sveitahéruðum landsins fyrir framlög frá íslenskum aðilum og eru margir þeirra þegar tilbúnir. Alls mun þetta leiða til þess að um 4.500 börn á aldrinum 6 til 9 ára fá tækifæri til að öðlast góða þriggja ára menntun. Ég heimsótti fimm af „íslensku skólunum“ í héruðunum Bombali og Kono og opnaði m.a. einn þeirra formlega. Það var ótrúlega sterk upplifun að sjá hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað og snertir daglega líf þúsunda barna. Ekki síst skiptir það miklu máli fyrir þau hundruð stúlkna sem hefðu ekki komist í skóla að öllu óbreyttu. Stúlkur eru oft giftar ungar og algengt að þær séu farnar að eignast börn 12-13 ára. Eru þær þá gjarnan þriðja eða fjórða eiginkona manns síns en fjölkvæni er algengt í sveitum Síerra Leóne. Með menntun aukast líkurnar á því að stúlkur giftist seinna og ráði meiru um framtíð sína. Framlög okkar bjarga mannslífum.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar