Rokkplata ársins? 13. desember 2006 16:00 Views of Distant Towns er ekki lengri en tæpur hálftími, en þvílíkur hálftími! Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Stjörnur: 4 Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier. Þórir spilar á gítar í Gavin Portland og syngur á móti aðalsöngvaranum Kolla. Jú, og einhvers staðar las ég að breska rokkblaðið Kerrang! hefði hrifist mjög af frammistöðu þeirra á Airwaves-hátíðinni. Views of Distant Towns er frekar stutt plata. Níu lög, tæpur hálftími. En þessi hálftími er einhver fullkomnasta rokkkeyrsla sem ég hef heyrt lengi. Hún heldur manni hundrað prósent frá byrjun fyrsta lagsins, I should hide all their bricks, til loka þess síðasta, With a white picket fence. Hljómurinn er hrár og ferskur og þetta eru allt flott rokklög. Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Tónlist Gavins Portland er ekki glæný eða byltingarkennd. Hún minnir mig á köflum á hina frábæru Chicago-sveit Jesus Lizard, á köflum á The Birthday Party (t.d. upphafið á laginu This is my Body, this is my blood I found...) og líka á köflum á þær sveitir sem hafa verið áberandi á harðkjarnasenunni undanfarin ár. Gavin Portland vinnur hins vegar vel úr öllum þessum áhrifum og útkoman er plata sem svínvirkar og hljómar fersk og spennandi. Söngurinn er kannski veikasti hlekkurinn. Sums staðar finnst manni Kolli varla vera að ráða við þetta, en hann hefur það þó og í sumum lögunum hljómar hann mjög vel. Á heildina litið er þetta frábær rokkplata. Ein af þeim bestu íslensku í ár. Trausti Júlíusson Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég hafði lítið heyrt í Gavin Portland þegar ég setti þessa plötu í spilarann. Og ég veit ekki mikið um þessa sveit annað en að hún er skipuð meðlimum úr harðkjarnasveitunum Fighting Shit og Brothers Majere og að þetta er ein af hljómsveitunum hans Þóris, My Summer As A Salvation Soldier. Þórir spilar á gítar í Gavin Portland og syngur á móti aðalsöngvaranum Kolla. Jú, og einhvers staðar las ég að breska rokkblaðið Kerrang! hefði hrifist mjög af frammistöðu þeirra á Airwaves-hátíðinni. Views of Distant Towns er frekar stutt plata. Níu lög, tæpur hálftími. En þessi hálftími er einhver fullkomnasta rokkkeyrsla sem ég hef heyrt lengi. Hún heldur manni hundrað prósent frá byrjun fyrsta lagsins, I should hide all their bricks, til loka þess síðasta, With a white picket fence. Hljómurinn er hrár og ferskur og þetta eru allt flott rokklög. Hrátt og villt rokk, en á sama tíma mjög grípandi. Tónlist Gavins Portland er ekki glæný eða byltingarkennd. Hún minnir mig á köflum á hina frábæru Chicago-sveit Jesus Lizard, á köflum á The Birthday Party (t.d. upphafið á laginu This is my Body, this is my blood I found...) og líka á köflum á þær sveitir sem hafa verið áberandi á harðkjarnasenunni undanfarin ár. Gavin Portland vinnur hins vegar vel úr öllum þessum áhrifum og útkoman er plata sem svínvirkar og hljómar fersk og spennandi. Söngurinn er kannski veikasti hlekkurinn. Sums staðar finnst manni Kolli varla vera að ráða við þetta, en hann hefur það þó og í sumum lögunum hljómar hann mjög vel. Á heildina litið er þetta frábær rokkplata. Ein af þeim bestu íslensku í ár. Trausti Júlíusson
Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira