Við sáum að hver króna skipti máli 14. desember 2006 05:00 Fyrir rúmu ári fórum við vinkonurnar til Úganda í A-Afríku til að taka þátt í verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt þar í landi í nokkur ár. Markmið verkefnisins er að aðstoða þá sem alnæmisfaraldurinn hefur snert á einn eða annan hátt. Stór hluti þeirrar aðstoðar felst í að veita fólki aðgang að hreinu vatni og auðvelda því þannig að takast á við sérhvern dag.Drekka vatn úr vatnsbólum dýraÁ meðan á dvöl okkar stóð kynntumst við þeirri miklu örbirgð sem fólkið bjó við og urðum við vitni að því hvað hægt er að gera mikið gagn fyrir litla peninga á okkar mælikvarða. Í gegnum starf samstarfsaðila Hjálparstarfsins í Rakaí-héraði kynntumst við fjölda munaðarlausra barna.Þau þurftu að bjarga sér um allt sjálf og á hverjum degi þurftu börnin að ganga berfætt marga kílómetra til að sækja vatn í óhrein vatnsból sem skepnurnar drukku líka úr. Þetta var því mikil erfiðisvinna auk þess sem börnin töpuðu miklum tíma frá ræktun eða vinnu fyrir nauðsynjum og launin því miður óheilsusamlegt vatn.Vatnstankur við húsiðÞað var mikill munur að kynnast svo þeim börnum sem komin voru inn í verkefni hjálparstarfsins á þessu svæði. Þau höfðu fengið fullorðinn umsjónarmann og ýmsa efnisaðstoð. Mörg höfðu fengið almennileg hús með stóran vatnstank við hliðina þar sem hægt var að safna rigningarvatni af þökum húsanna.Vatnstankurinn sparaði tíma og breytti öllu fyrir börnin til að halda heilsu og geta framfleytt sér. Ekki hafa öll munaðarlausu börnin fengið vatnstank við hús sín en mörg þeirra hafa nú aðgang að vatnsbrunnum sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur víða látið grafa. Heilnæmt vatn er grunnurinn að öllu öðru.Öll framlög nýtast – stór og smáJólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár líkt og í fyrra er helguð þessu þarfa verkefni. Í fyrra söfnuðust um 32 milljónir í jólasöfnunni og hafa 266 brunnar verið gerðir fyrir þá peninga en þeir geta veitt 266 þúsund manns aðgang að hreinu vatni. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Með betri heilsu getur fólk betur séð fyrir sér sjálft.Og það er markmiðið þarna - að hjálpa til sjálfshjálpar. Þörfin er þó enn til staðar og inn á öll heimili í landinu hefur nú verið dreift gíróseðlum að upphæð 2.500 krónum. Okkur er ljóst að ekki hafa allir tök á að greiða þá upphæð og því viljum við benda fólki á að líka er hægt að hringja í söfnunarsímann 907 2002 og gefa þá 1.100 kr. sem skuldfærast beint á símreikning notanda. Við sáum að hver króna skiptir máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári fórum við vinkonurnar til Úganda í A-Afríku til að taka þátt í verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt þar í landi í nokkur ár. Markmið verkefnisins er að aðstoða þá sem alnæmisfaraldurinn hefur snert á einn eða annan hátt. Stór hluti þeirrar aðstoðar felst í að veita fólki aðgang að hreinu vatni og auðvelda því þannig að takast á við sérhvern dag.Drekka vatn úr vatnsbólum dýraÁ meðan á dvöl okkar stóð kynntumst við þeirri miklu örbirgð sem fólkið bjó við og urðum við vitni að því hvað hægt er að gera mikið gagn fyrir litla peninga á okkar mælikvarða. Í gegnum starf samstarfsaðila Hjálparstarfsins í Rakaí-héraði kynntumst við fjölda munaðarlausra barna.Þau þurftu að bjarga sér um allt sjálf og á hverjum degi þurftu börnin að ganga berfætt marga kílómetra til að sækja vatn í óhrein vatnsból sem skepnurnar drukku líka úr. Þetta var því mikil erfiðisvinna auk þess sem börnin töpuðu miklum tíma frá ræktun eða vinnu fyrir nauðsynjum og launin því miður óheilsusamlegt vatn.Vatnstankur við húsiðÞað var mikill munur að kynnast svo þeim börnum sem komin voru inn í verkefni hjálparstarfsins á þessu svæði. Þau höfðu fengið fullorðinn umsjónarmann og ýmsa efnisaðstoð. Mörg höfðu fengið almennileg hús með stóran vatnstank við hliðina þar sem hægt var að safna rigningarvatni af þökum húsanna.Vatnstankurinn sparaði tíma og breytti öllu fyrir börnin til að halda heilsu og geta framfleytt sér. Ekki hafa öll munaðarlausu börnin fengið vatnstank við hús sín en mörg þeirra hafa nú aðgang að vatnsbrunnum sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur víða látið grafa. Heilnæmt vatn er grunnurinn að öllu öðru.Öll framlög nýtast – stór og smáJólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár líkt og í fyrra er helguð þessu þarfa verkefni. Í fyrra söfnuðust um 32 milljónir í jólasöfnunni og hafa 266 brunnar verið gerðir fyrir þá peninga en þeir geta veitt 266 þúsund manns aðgang að hreinu vatni. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Með betri heilsu getur fólk betur séð fyrir sér sjálft.Og það er markmiðið þarna - að hjálpa til sjálfshjálpar. Þörfin er þó enn til staðar og inn á öll heimili í landinu hefur nú verið dreift gíróseðlum að upphæð 2.500 krónum. Okkur er ljóst að ekki hafa allir tök á að greiða þá upphæð og því viljum við benda fólki á að líka er hægt að hringja í söfnunarsímann 907 2002 og gefa þá 1.100 kr. sem skuldfærast beint á símreikning notanda. Við sáum að hver króna skiptir máli!
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun