Ólundin í Þórunni Einar Sveinbjörnsson skrifar 19. desember 2006 00:01 Í Fréttablaðinu hér á laugardaginn var ágætisúttekt af tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. Nokkrir voru fengnir til þess að segja nokkur orð um flokkinn á þessum tímamótum, þar á meðal sá sem þetta ritar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í sínu nýhafna langa jólaleyfi sá þarna tækifæri til að ala á eigin ólund út í Framsóknarflokkinn. Henni er það vitanlega frjálst enda tilheyrir hún öðrum stjórnmálaflokki og er með aðrar skoðanir. Mér mislíkuðu hins vegar mjög þær líkingar sem hún kýs að nota um Framsóknarflokkinn sem státar af merkri sögu og glæstum sigrum fyrir land og þjóð í langri sögu sinni. Talar hún um flokkslíkama sem krefst hvíldar og endurhæfingar og að hann viti ekki hvaðan hann kom eða hvert hann sé að fara. Ég læt lesendum það eftir að geta frekar í það hvað Þórunn er að fara í sinni samlíkingu. Ég segi ekki að þessi miður huggulega kveðja þessarar ágætu þingkonu, sem ég hef átt hingað til ágæt samskipti við í sveitarstjórnarmálum Garðabæjar, hafi eyðilagt fyrir mér ágætan afmælisdag flokksins míns. En mér var vissulega nokkuð brugðið. Að hún hafi ekki getað þennan dag, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og frekar stutt sé til kosninga, sent okkur þó ekki væri nema eina notalega og stutta kveðju á þessum tímamótum. Vinstri flokkar eins og Samfylking Þórunnar njóta ævinlega nokkurrar hylli í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, var virkur þátttakandi í íslensku stjórnmálalífi þjóðarinnar í yfir 80 ár. Samfylkingin gæti, ef vel tekst til á þeim bæ, orðið jafnfarsæl og Alþýðuflokkurinn svo ekki sé talað um Framsóknarflokkinn. Ég vil þrátt fyrir allt senda Þórunni og Samfylkingunni kveðjur um gifturíkt starf næstu árin og áratugina, þótt tilefnið sé reyndar ekkert sérstakt að þessu sinni, nema ef vera skyldi að það eru að koma jól. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hér á laugardaginn var ágætisúttekt af tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. Nokkrir voru fengnir til þess að segja nokkur orð um flokkinn á þessum tímamótum, þar á meðal sá sem þetta ritar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í sínu nýhafna langa jólaleyfi sá þarna tækifæri til að ala á eigin ólund út í Framsóknarflokkinn. Henni er það vitanlega frjálst enda tilheyrir hún öðrum stjórnmálaflokki og er með aðrar skoðanir. Mér mislíkuðu hins vegar mjög þær líkingar sem hún kýs að nota um Framsóknarflokkinn sem státar af merkri sögu og glæstum sigrum fyrir land og þjóð í langri sögu sinni. Talar hún um flokkslíkama sem krefst hvíldar og endurhæfingar og að hann viti ekki hvaðan hann kom eða hvert hann sé að fara. Ég læt lesendum það eftir að geta frekar í það hvað Þórunn er að fara í sinni samlíkingu. Ég segi ekki að þessi miður huggulega kveðja þessarar ágætu þingkonu, sem ég hef átt hingað til ágæt samskipti við í sveitarstjórnarmálum Garðabæjar, hafi eyðilagt fyrir mér ágætan afmælisdag flokksins míns. En mér var vissulega nokkuð brugðið. Að hún hafi ekki getað þennan dag, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og frekar stutt sé til kosninga, sent okkur þó ekki væri nema eina notalega og stutta kveðju á þessum tímamótum. Vinstri flokkar eins og Samfylking Þórunnar njóta ævinlega nokkurrar hylli í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, var virkur þátttakandi í íslensku stjórnmálalífi þjóðarinnar í yfir 80 ár. Samfylkingin gæti, ef vel tekst til á þeim bæ, orðið jafnfarsæl og Alþýðuflokkurinn svo ekki sé talað um Framsóknarflokkinn. Ég vil þrátt fyrir allt senda Þórunni og Samfylkingunni kveðjur um gifturíkt starf næstu árin og áratugina, þótt tilefnið sé reyndar ekkert sérstakt að þessu sinni, nema ef vera skyldi að það eru að koma jól. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun