Einn með gítarinn 21. desember 2006 11:00 Birgir Örn Steinarsson er hann var staddur í Barcelona á dögunum. Hann spilar í Hljómalind í kvöld. Mynd/Ricardo Gosalbo Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, heldur tónleika á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mun hann spila einn með kassagítarinn lög af fyrstu sólóplötu sinni, Id, og gömul lög með Maus. „Mér finnst reyndar alltaf betra að standa á sviði með einhverjum öðrum þannig að ég hef verið svolítið tregur við að gera þetta," segir Biggi. „Ég fór með vinum mínum í Fræ til Keflavíkur um daginn sem rótari. Pétur Ben hafði afboðað sig og um leið og ég labbaði inn báðu þeir á staðnum mig um að taka nokkur lög. Það gekk vel og ég ákvað að það væri ekki slæm hugmynd að flytja lögin einn," segir hann. Bætir hann því við að flest lögin hafi verið samin á kassagítar og því henti það vel að spila þau í sinni nöktustu mynd. Biggi spilaði síðast hér á landi með hljómsveit sinni á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þótt einhverjir hafi fundið að tónleikunum segir Biggi að það hafi verið ótrúlega gott að finna hve margir hafi staðið við bakið á sér. „Mig langar að reyna að koma á næsta ári með hljómsveitinni og halda útgáfutónleika á litlum stað. Ég held að það sem ég er að gera passi betur við minni staði og ég vona að fólk geti þá ákveðið sig í eitt skipti fyrir öll, því að allt sem þú lest er lygi," segir hann og hlær. Biggi ætlar að eyða áramótunum úti í Bretlandi þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár. Á gamlárskvöld mun hann spila sem plötusnúður á litlum bar sem Pete Doherty hefur oft vanið komur sínar á. Í lok janúar og í febrúar ætlar hann síðan að halda nokkra tónleika þar í landi til að kynna plötuna sína. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og er frítt inn. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, heldur tónleika á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mun hann spila einn með kassagítarinn lög af fyrstu sólóplötu sinni, Id, og gömul lög með Maus. „Mér finnst reyndar alltaf betra að standa á sviði með einhverjum öðrum þannig að ég hef verið svolítið tregur við að gera þetta," segir Biggi. „Ég fór með vinum mínum í Fræ til Keflavíkur um daginn sem rótari. Pétur Ben hafði afboðað sig og um leið og ég labbaði inn báðu þeir á staðnum mig um að taka nokkur lög. Það gekk vel og ég ákvað að það væri ekki slæm hugmynd að flytja lögin einn," segir hann. Bætir hann því við að flest lögin hafi verið samin á kassagítar og því henti það vel að spila þau í sinni nöktustu mynd. Biggi spilaði síðast hér á landi með hljómsveit sinni á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þótt einhverjir hafi fundið að tónleikunum segir Biggi að það hafi verið ótrúlega gott að finna hve margir hafi staðið við bakið á sér. „Mig langar að reyna að koma á næsta ári með hljómsveitinni og halda útgáfutónleika á litlum stað. Ég held að það sem ég er að gera passi betur við minni staði og ég vona að fólk geti þá ákveðið sig í eitt skipti fyrir öll, því að allt sem þú lest er lygi," segir hann og hlær. Biggi ætlar að eyða áramótunum úti í Bretlandi þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár. Á gamlárskvöld mun hann spila sem plötusnúður á litlum bar sem Pete Doherty hefur oft vanið komur sínar á. Í lok janúar og í febrúar ætlar hann síðan að halda nokkra tónleika þar í landi til að kynna plötuna sína. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og er frítt inn.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira