Þær fréttir bárust frá Englandi í morgun að rússneskur auðkýfingur væri að íhuga að reyna að kaupa úrvalsdeildarlið Portsmouth, en félagið hefur neitað að tjá sig um þessar fregnir. Maðurinn sem um ræðir heitir Alexander Gaydamak og er sonur milljarðamæringsins Arcadi Gaydamak, en hann á til að mynda knattspyrnulið í Ísrael.
Talið er að Gaydamak hafi boðið 30 milljónir punda til að eignast meirihluta í félaginu, en Portsmouth á sem kunnugt er í harðri fallbaráttu í deildinni.