Formaður Neytendasamtakanna hefur skrifað forsætisráðherra bréf þar sem hann fer fram á aðild samtakanna að nefnd sem forsætisráðherra hyggst skipa til að kanna ástæður hás matvælaverðs og leiðir til að lækka það.
Forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi sínu að í þeirri nefnd yrðu fulltrúar stjórnvalda, bænda og aðila vinnumarkaðarins.