David Sommeil, leikmaður Manchester City, á yfir höfði sér þriggja leikja bann fyrir ljóta tæklingu sína á Lee Young-Pyo hjá Tottenham í leik liðanna í vikunni. Martin Jol, stjóri Tottenham kallaði þetta ljótustu tæklingu sem hann hefði séð, en boltinn var víðsfjarri þegar Sommeil sparkaði í hné mótherja síns.
