Michael Brown, leikmaður Tottenham, hefur nú verið orðaður við tvö félög í ensku knattspyrnunni, en hann hefur ekki átt fast sæti í liði Tottenham síðan þeir Jermaine Jenas og Edgar Davids gengu í raðir liðsins í sumar. Manchester City og Sheffield United eru sögð hafa mikinn áhuga á Brown, sem er mikill vinnuhestur, en hann kom einmitt til Tottenham frá Sheffield United fyrir tveimur árum.
