Bikarmeistarar Arsenal fá það erfiða verkefni að mæta Bolton í enska bikarnum, en nú rétt áðan var dregið í fjórðu umferð keppninnar. Chelsea mætir annað hvort Milwall eða Everton og Leyton Orient, sem sló Fulham úr keppninni um helgina, mætir Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton.
Hér má sjá hvaða lið drógust saman í fjórðu umferðinni:
Stoke City/Tamworth v Barnsley/Walsall
Cheltenham Town/Chester City v Newcastle United
Coventry v Nuneaton Borough/Middlesbrough
West Brom/Reading v Torquay/Birmingham
Portsmouth v Liverpool
Leicester v Southampton
Bolton v Arsenal
Aston Villa v Port Vale
Brentford v Sunderland
Manchester City v Wigan/Leeds
Millwall/Everton v Chelsea
Preston v Crystal Palace
West Ham v Blackburn
Colchester v Derby
Charlton v Leyton Orient
Wolves v Burton/Manchester United