Manuel Almunia, Varamarkvörður Arsenal, hefur komið fram og sagt að aðalmarkvörður liðsins, Jens Lehmann, hugsi bara um sjálfan sig og engan annan. Almunia segir Lehmann vera kaldan og fjarlægan og það sé ekki gott fyrir liðsandann. ,,Samband mitt við Lehmann er eins og hefur verið síðan hann kom hingað, það er ekkert samband. Ég er frekar opinn og vingjarnlegur en hann er mjög kaldur og lokaður. Maður hittir alls kyns fólk í lífinu, bæði opnar og lokaðar manneskjur. Jens er svo sannarlega mjög lokaður og hleypir engum að sér."
