Alex Ferguson, stjóri Manchester United segist vera mjög ánægður með störf hinna nýju eigenda félagsins til þessa, en allt ætlaði um koll að keyra í sumar þegar bandaríski auðjöfurinn Malcom Glazer og fjölskylda hans eignuðust meirihluta í félaginu.
"Ég er mjög ánægður með störf nýrra eigenda fram til þessa, ekki spurning. Þeir hafa staðið við allt sem þeir hafa lofað og það sýnir sig best á kaupum okkar á þeim Patrice Evra og Nemanja Vidic," sagði Ferguson.