Talsmaður neytenda mætir deildarstjóranum 19. janúar 2006 16:00 Í næstu viðureign í spurningaþættinum Meistaranum, sem sýndur verður á Stöð 2 kvöld mætast þeir Stefán Már Halldórsson deidlarstjóri starfskjaradeildar Landsvirkjunar og Gísli Tryggvason talsmaður neytenda. Í síðustu viðureign kom sá og sigraði hinn ungi aðjúnkt í líffræði við Kennaraháskólann, Snorri Sigurðsson, er hann lagði alþingismanninn Sigurð Kára Kristjánsson. Í fyrstu viðureigninni lagði Inga Þóra Ingvadóttir sagnfræðingur Þorvald Þorvaldsson smið. Í öðrum þættinum, lagði blaðamaðurinn og fyrrum Gettu betur-sigurvegarinn Steinþór H. Arnsteinsson framhaldsskólakennarann Erling Hansson eftir æsispennandi og hnífjafna viðureign. Stefán Már HalldórssonStefán starfar sem deildarstjóri starfskjaradeildar Landsvirkjunar. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík frá 1969 og stundaði nám í þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands. Stefán Már er 56 ára að aldri og helstu áhugamál hans eru tónlist, bridge, ferðalög, veiðar, kvikmyndir og bókmenntir. Hann er félagi í karlakórnum Fóstbræðrum, til 24 ára. Sérsvið sín segir Stefán Már vera sitt lítið af hverju í hinu og hann segist aldrei áður hafa tekið þátt í spurningakeppni í fjölmiðlum. Gísli TryggvasonGísli starfar sem talsmaður neytenda. Hann er stúdent frá íþrótta- og málabraut Marie Kruses Skole á Norður-Sjálandi í Danmörku 1989. Tók embættispróf í lögum frá lagadeild Háskóla Íslands 1997 og lauk MBA-prófi með áherslu á mannauðsstjórnum frá viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík 2004 þar sem hann hlaut viðurkenningu Verslunarráðs (nú Viðskiptaráðs) Íslands fyrir framúrskarandi árangur á MBA-prófi. Gísli er 36 ára að aldri og hefur áhuga á fjölskyldunni, garðinum og lestri. Hann segist ekki eiga sér neitt ákveðið sérsvið í vitneskju. Fyrri afrek hans á sviði spurningakeppna teljast engin.Meistarinn er nýr alíslenskur spurningaþáttur sem hóf göngu sína annan í jólum og hefur farið geysivel af stað. Þátturinn hefur þegar vakið mikið umtal í fjölmiðlum enda eiga eftir að etja þar kappi margir af helstu spurningahaukum þjóðarinnar og verður því úr skorið hver sé í raun og reynd Íslandsmeistari í spurningakeppnum, hinn eini og sanni Meistari.Meistarinn er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum kl. 20:00 og endursýndur á mánudögum kl. 22.55.Vefsvæði Meistarans Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Í næstu viðureign í spurningaþættinum Meistaranum, sem sýndur verður á Stöð 2 kvöld mætast þeir Stefán Már Halldórsson deidlarstjóri starfskjaradeildar Landsvirkjunar og Gísli Tryggvason talsmaður neytenda. Í síðustu viðureign kom sá og sigraði hinn ungi aðjúnkt í líffræði við Kennaraháskólann, Snorri Sigurðsson, er hann lagði alþingismanninn Sigurð Kára Kristjánsson. Í fyrstu viðureigninni lagði Inga Þóra Ingvadóttir sagnfræðingur Þorvald Þorvaldsson smið. Í öðrum þættinum, lagði blaðamaðurinn og fyrrum Gettu betur-sigurvegarinn Steinþór H. Arnsteinsson framhaldsskólakennarann Erling Hansson eftir æsispennandi og hnífjafna viðureign. Stefán Már HalldórssonStefán starfar sem deildarstjóri starfskjaradeildar Landsvirkjunar. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík frá 1969 og stundaði nám í þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands. Stefán Már er 56 ára að aldri og helstu áhugamál hans eru tónlist, bridge, ferðalög, veiðar, kvikmyndir og bókmenntir. Hann er félagi í karlakórnum Fóstbræðrum, til 24 ára. Sérsvið sín segir Stefán Már vera sitt lítið af hverju í hinu og hann segist aldrei áður hafa tekið þátt í spurningakeppni í fjölmiðlum. Gísli TryggvasonGísli starfar sem talsmaður neytenda. Hann er stúdent frá íþrótta- og málabraut Marie Kruses Skole á Norður-Sjálandi í Danmörku 1989. Tók embættispróf í lögum frá lagadeild Háskóla Íslands 1997 og lauk MBA-prófi með áherslu á mannauðsstjórnum frá viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík 2004 þar sem hann hlaut viðurkenningu Verslunarráðs (nú Viðskiptaráðs) Íslands fyrir framúrskarandi árangur á MBA-prófi. Gísli er 36 ára að aldri og hefur áhuga á fjölskyldunni, garðinum og lestri. Hann segist ekki eiga sér neitt ákveðið sérsvið í vitneskju. Fyrri afrek hans á sviði spurningakeppna teljast engin.Meistarinn er nýr alíslenskur spurningaþáttur sem hóf göngu sína annan í jólum og hefur farið geysivel af stað. Þátturinn hefur þegar vakið mikið umtal í fjölmiðlum enda eiga eftir að etja þar kappi margir af helstu spurningahaukum þjóðarinnar og verður því úr skorið hver sé í raun og reynd Íslandsmeistari í spurningakeppnum, hinn eini og sanni Meistari.Meistarinn er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum kl. 20:00 og endursýndur á mánudögum kl. 22.55.Vefsvæði Meistarans
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira