Íslensk erfðagreining kaupir Urði Verðandi Skuld 18. janúar 2006 13:28 Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein. Í tilkynningu frá ÍE segir að þúsundir íslenskra krabbameinssjúklinga og ættingja þeirra hafi tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS á krabbameinum og með kaupunum verði til ein öflugasta eining til rannsókna á erfðafræði krabbameina í heiminum í dag. UVS verður rekið sem dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og ábyrgðarlæknar rannsókna UVS og þær stofnanir sem hlut eiga að máli munu starfa áfram að framgangi þeirra. "Það eru óvíða til jafn góðar skrár yfir krabbamein og á Íslandi, en slíkar skrár eru lykill að rannsóknum á erfðafræði krabbameina. Tveir stærstu aðilarnir sem stunda erfðarannsóknir á krabbameinum á Íslandi hafa nú tekið höndum saman og ég vona að það verði til að efla íslenskar krabbameinsrannsóknir enn frekar og auka möguleika okkar á að öðlast innsýn í líffræðilegar orsakir þessa illvíga sjúkdóms," sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. sem eru um eitt prósent af heildarfjölda hluta í deCODE. Brú Venture Capital hf. hafði umsjón með sölunni fyrir hönd seljenda. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er nú unnið að erfðarannsóknum á níu krabbameinum. Athyglisverðar niðurstöður hafa m.a. verið kynntar úr umfangsmikilli rannsókn á ættlægni allra krabbameina sem greinst hafa á Íslandi frá árinu1955. Í ljós kom að áhætta á mörgum mismunandi gerðum krabbameina er aukin hjá bæði náskyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúklinga. UVS hefur unnið að Íslenska krabbameinsverkefninu frá árinu 1998 með þátttöku íslenskra lækna og heilbrigðisstofnana. Markmið þeirra rannsókna hefur verið að nota rannsóknir á sviði erfðafræði, líffræði og læknisfræði til að öðlast skilning á líffræðilegum orsökum krabbameina. Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafa veitt leyfi til að samnýta gögn í krabbameinsrannsóknum UVS og ÍE. Tilgangur, markmið og skilmálar rannsóknanna verða óbreytt, svo og réttur þátttakenda og skuldbindingar rannsakenda gagnvart þeim. Þátttakendum í krabbameinsrannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS sem óska nánari upplýsinga er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna www.rannsokn.is Vefur Íslenskrar erfðagreiningar Vefur UVS Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein. Í tilkynningu frá ÍE segir að þúsundir íslenskra krabbameinssjúklinga og ættingja þeirra hafi tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS á krabbameinum og með kaupunum verði til ein öflugasta eining til rannsókna á erfðafræði krabbameina í heiminum í dag. UVS verður rekið sem dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og ábyrgðarlæknar rannsókna UVS og þær stofnanir sem hlut eiga að máli munu starfa áfram að framgangi þeirra. "Það eru óvíða til jafn góðar skrár yfir krabbamein og á Íslandi, en slíkar skrár eru lykill að rannsóknum á erfðafræði krabbameina. Tveir stærstu aðilarnir sem stunda erfðarannsóknir á krabbameinum á Íslandi hafa nú tekið höndum saman og ég vona að það verði til að efla íslenskar krabbameinsrannsóknir enn frekar og auka möguleika okkar á að öðlast innsýn í líffræðilegar orsakir þessa illvíga sjúkdóms," sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. sem eru um eitt prósent af heildarfjölda hluta í deCODE. Brú Venture Capital hf. hafði umsjón með sölunni fyrir hönd seljenda. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er nú unnið að erfðarannsóknum á níu krabbameinum. Athyglisverðar niðurstöður hafa m.a. verið kynntar úr umfangsmikilli rannsókn á ættlægni allra krabbameina sem greinst hafa á Íslandi frá árinu1955. Í ljós kom að áhætta á mörgum mismunandi gerðum krabbameina er aukin hjá bæði náskyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúklinga. UVS hefur unnið að Íslenska krabbameinsverkefninu frá árinu 1998 með þátttöku íslenskra lækna og heilbrigðisstofnana. Markmið þeirra rannsókna hefur verið að nota rannsóknir á sviði erfðafræði, líffræði og læknisfræði til að öðlast skilning á líffræðilegum orsökum krabbameina. Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafa veitt leyfi til að samnýta gögn í krabbameinsrannsóknum UVS og ÍE. Tilgangur, markmið og skilmálar rannsóknanna verða óbreytt, svo og réttur þátttakenda og skuldbindingar rannsakenda gagnvart þeim. Þátttakendum í krabbameinsrannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS sem óska nánari upplýsinga er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna www.rannsokn.is Vefur Íslenskrar erfðagreiningar Vefur UVS
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira