Stjórnarformaður úrvalsdeildarliðs Wigan, segir að enska knattspyrnusambandið ætti að reka Sven Göran Eriksson í kjölfar nýjasta hneykslisins tengt honum í bresku pressunni og segir að Paul Jewell og Stuart Pearce væru heppilegir eftirmenn hans.
"Þessi nýjasti skandall hans var ófyrirgefanlegur og ef ég fengi að ráða, mundi ég reka hann undir eins. Ég mundi láta Paul Jewell og Stuart Pearce taka við enska landsliðinu í hans stað. Þjóðin mundi undir eins styðja þá 100%. Eriksson braut eina af gullnu reglunum í fótboltanum og fyrir það verður hann að víkja," sagði Whelan í samtali vð Manchester Evening News.