24 ára karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af tíu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa í vörslu sinni rúmlega 300 grömm af hassi, eignaspjöll á umferðarljósum og þjófnað úr lyfjakistu í báti.
Maðurinn hefur áður gerst brotlegur við lög og braut fyrra skilorð. Hann hefur átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða.