Samstaða náðist á launamálaráðstefnu sveitarfélaganna um að hækka allra lægstu launin verulega 20. janúar 2006 21:08 Eftir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag stendur ekki til að opna kjarasamninga heldur er lagt upp með að sveitarfélögum verði heimilt að greiða laun umfram kjarasamninga. Samstaða náðist um að hækka allra lægstu launin verulega. Um eitthundrað leikskólakennarar mættu við upphaf ráðstefnunnar til að minna á slök launakjör sín. Launamálaráðstefnan stóð í rúma fimm klukkutíma í dag. Margvísleg sjónarmið komu fram á sem launanefnd sveitarfélaganna ætlar að hafa til hliðsjónar þegar lausna verður leitað í kjaramálum. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndarinnar, sagði samstöðu hafa náðst um að hækka lægstu launin verulega og að það verði að finna leið til að taka á launamálum leikskólakennara. Leiðina til þess sagði hann ekki vera tilbúna og að hana þurfi að finna. Hann sagði leiðina þó ekki vera að samningar við hagsmunafélög starfsmanna sveitarfélaganna verði opnaðir. Sagði hann tillögu nefndarinnar vera að sveitarfélögunum yrði heimilt að greiða hærri laun en heimilað er í kjarasamningum. Gunnar sagði einnig horft til þeirra hækkana sem Reykjavíkurborg gerði við sína starfsmenn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagðist hafa fengið svolítið kaldar kveðjur á ráðstefnunni en að hún þoli það vel. Sýndist henni sem að sátt væri að skapast um að hækka lægstu laun og kvaðst hún ánægð með að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í þeim málum. Hundrað leikskólakennarar mættu við upphaf fundarins í dag til að minna á sín mál en nú þegar hafa um fimmtíu sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Eftir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag stendur ekki til að opna kjarasamninga heldur er lagt upp með að sveitarfélögum verði heimilt að greiða laun umfram kjarasamninga. Samstaða náðist um að hækka allra lægstu launin verulega. Um eitthundrað leikskólakennarar mættu við upphaf ráðstefnunnar til að minna á slök launakjör sín. Launamálaráðstefnan stóð í rúma fimm klukkutíma í dag. Margvísleg sjónarmið komu fram á sem launanefnd sveitarfélaganna ætlar að hafa til hliðsjónar þegar lausna verður leitað í kjaramálum. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndarinnar, sagði samstöðu hafa náðst um að hækka lægstu launin verulega og að það verði að finna leið til að taka á launamálum leikskólakennara. Leiðina til þess sagði hann ekki vera tilbúna og að hana þurfi að finna. Hann sagði leiðina þó ekki vera að samningar við hagsmunafélög starfsmanna sveitarfélaganna verði opnaðir. Sagði hann tillögu nefndarinnar vera að sveitarfélögunum yrði heimilt að greiða hærri laun en heimilað er í kjarasamningum. Gunnar sagði einnig horft til þeirra hækkana sem Reykjavíkurborg gerði við sína starfsmenn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagðist hafa fengið svolítið kaldar kveðjur á ráðstefnunni en að hún þoli það vel. Sýndist henni sem að sátt væri að skapast um að hækka lægstu laun og kvaðst hún ánægð með að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í þeim málum. Hundrað leikskólakennarar mættu við upphaf fundarins í dag til að minna á sín mál en nú þegar hafa um fimmtíu sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira