Fimmtán taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar en kjörstaðir opnuðu klukkan níu. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri gefur einn kost á sér í fyrsta sætið en fjögur keppa um annað sætið á listanum.
Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir um klukkan sex síðdegis. Atkvæðisrétt í prófkjörinu eiga allir flokksbundnir Sjálfstæðismenn í Kópavogi sem náð hafa sextán ára aldri og stuðningsmenn flokksins í Kópavogi sem undirrita inntökubeiðni í Sjálfstæðisflokkinn.