Staðan í leik Arsenal og Wigan í síðari undanúrslitaleiknum í enska deildarbikarnum er 0-0 í hálfleik. Spánverjinn Jose Antonio Reyes misnotaði vítaspyrnu á 22. mínútu leiksins, sem er í beinni útsendingu á Sýn. Wigan vann fyrri leik liðanna 1-0 og er því í ágætis málum enn sem komið er.
Jafnt í hálfleik hjá Arsenal og Wigan
