Hollenski knattspyrnustjórinn Guus Hiddink hefur áhuga á að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson lætur af störfum í sumar ef marka má yfirlýsingar umboðsmanns hans í dag. Hiddink er sem stendur þjálfari PSV Eindhoven og landsliðs Ástralíu.
"Enn hefur ekki verið haft samband við okkur vegna starfsins, en ég veit að Guus hefur áhuga á því. Hann hefur reynslu af því að vinna undir ágangi fjölmiðla, svo ég held að það yrði ekki eitthvað sem hann mundi setja fyrir sig," sagði umboðsmaður hans