Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er sagður hafa áhuga á að reyna að fá svissneska landsliðsmanninn Johann Vogel að láni frá AC Milan út leiktíðina, eftir að ljóst varð að hópur liðsins er orðinn ansi þunnur þegar kemur að miðjumönnum vegna meiðsla þeirra Paul Scholes og John O´Shea.
Vogel var keyptur til AC Milan í sumar eftir að hafa staðið sig mjög vel með PSV Eindhoven í leikjunum gegn Milan í Meistaradeildinni í fyrra. Hann hefur fá tækifæri fengið með Milan í vetur, en segist sjálfur þó vera mjög ánægður í herbúðum liðsins.