Portsmouth hefur keypt markvörðinn Dean Kiely frá Charlton og hefur hann þegar staðist læknisskoðun og skrifað undir 18 mánaða samning við félagið. Talið er að hann fari beint inn í byrjunarlið Portsmouth sem mætir Liverpool í bikarnum á sunnudaginn. Kiely er fyrrum landsliðsmarkvörður Íra og er 35 ára gamall.
Dean Kiely til Portsmouth
