Boudewijn Zenden, kantmaður Liverpool hefur látið hafa eftir sér að hann dreymi um að snúa aftur í úrslitaleik meistaradeildarinnar í maí á þessu ári. Þessi hollenski miðjumaður er nú í stífri endurhæfingu eftir að hafa slitið krossband í meistaradeildarleik á móti Real Betis í nóvember síðastliðnum. Zenden segir að hann vonist til þess að bati sinn verði jafn hraður og hjá félaga sínum í Liverpool-liðinu, Djibril Cisse sem jafnaði sig á mjög alvarlegum meiðslum á einungis 6 mánuðum.
Dreymir um endurkomu í úrslitaleik meistaradeildar
