Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið hafi verið rekið með miklu tapi á síðasta ári eins og á árinu þar á undan, en formlegar tölur þess efnis verða gerðar opinberar á morgun. "Stefnan hjá okkur hefur alltaf verið að koma félaginu yfir í það að skila hagnaði, en það verður nú ekki strax," sagði Buck.
