Tveir leikir verða á dagskrá í enska bikarnum í dag og verða þeir báðir sýndir í beinni útsendingu á Sýn. Fyrri leikurinn er viðureign Wolves og Manchester United og hefst útsending núna klukkan 15:55. Að þeim leik loknum er svo viðureign Portsmouth og Liverpool á dagskrá eða klukkan 17:55.

