Liverpool er komið áfram í bikarnumNordicPhotos/GettyImages
Liverpool er komið áfram í fimmtu umferð enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Portsmouth á útivelli í dag. John Arne Riise og Steven Gerrard skoruðu mörk Liverpool í fyrri hálfleik, en Sean Davis minnkaði muninn fyrir heimamenn í þeim síðari.