Fjórir leikir verða á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti West Brom, Heiðar Helguson og félagar í Fulham mæta Tottenham, Sunderland tekur á móti Middlesbrough og Wigan mætir Everton. Tveir síðastnefndu leikirnir hefjast klukkan 19:45, en hinir fyrri klukkan 20.
