Úrvalsdeildarlið West Brom hefur selt lítið notaðan framherja sinn Robert Earnshaw til 1. deildarliðs Norwich fyrir um 3,5 milljónir punda. Earnshaw byrjaði feril sinn hjá Cardiff og er í landsliði Wales. Hann er 24 ára gamall, en hefur fá tækifæri fengið með West Brom í vetur og vildi fara frá félaginu.
