Lögreglan á Selfossi handtók karlmann í gær eftir að hann hafði verið staðinn að því að keyra um á stolnum jeppa. Jeppanum hafði maðurinn stolið af bílasölu í Reykjavík í síðasta mánuði og setti svo á hann bílnúmer sem hann stal af bíl sem stóð á bílasölu á Selfossi.
Maðurinn hafði keyrt um á bílnum í nokkurn tíma og var líkast því að hann hefði slegið eign sinni á hann. Hafði lögreglumaður á orði að ránið væri óvenju bíræfið.
Maðurinn játaði brot sitt og var sleppt að því loknu.